Kapphlaupið við tímann í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:01 Við erum alltof gjörn á að vera í kapphlaupi við tímann Vísir/Getty Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. Oft er þetta kvíði vegna þess að okkur finnst tíminn ekki nægur til að gera það sem við þurfum að gera eða óttumst að ná því ekki innan þess tíma sem þarf. Kannist þið við þetta? Í ofanálag er hitt og þetta heima fyrir líka algjört stress. Það gæti snúið að börnunum eða hreinlega því hvað á að vera í matinn í kvöld. Svo ekki sé talað um tímaleysið í kringum óhreinatauið og þvottavélina. Í umfjöllun Fastcompany um kvíða er stressið í kringum tímaleysi skilgreint í þrjá flokka: Daglegt tímastress: Þessi tilfinning að tíminn dugi ekki til fyrir allt sem þarf að gera í dag Framtíðar tímastress: Þessi kvíði sem vekur spurninguna „Hvað ef?“ Til dæmis „Hvað ef eitthvað tekst ekki, hver verða áhrifin þá í framtíðinni?“ Tilvistarkreppan: Þetta er kvíðinn sem fylgir tilfinningunni um að við séum ekki að vinna rétt að markmiðum okkar. Hér eru nokkur góð ráð til að kljást við kvíðann sem fylgir kapphlaupinu við tímann. 1. Viðhorfið til tímans: Hver er við stjórn? Á sama tíma og við getum ekkert gert til að hafa áhrif á tímann, getum við gert mjög margt til að stjórna því hvernig tímanum okkar er varið og í hvað tíminn okkar fer. Þannig að ráð nr.1 er að við byrjum á því að átta okkur á því hvert viðhorfið okkar er: Er tíminn eitthvað sem þú hefur stjórn á eða er tíminn eitthvað sem þú stýrir hvað þú gerir við? 2. Tíma vel varið: Hvenær er sá tími? Þegar þér finnst tímanum þínum vel varið, í hvað fer hann þá? Ef við veltum þessu til dæmis aðeins fyrir okkur í vinnunni, hvernig eru bestu dagarnir okkar þar? Eru það dagarnir þar sem við mætum úthvíld til vinnu, náum að tækla öll verkefni dagsins vel, erum í góðu skapi, finnst gaman, afköstum vel, enginn hausverkur, gleymum vöðvabólgunni, dagurinn líður hratt og við hlökkum til að mæta á morgun? Aðalmálið hér er að skilgreina það hvað gerir góðan dag góðan og hvað eyðileggur fyrir. Sumt er hægt að reyna að breyta strax, t.d. að leggja áherslu á svefn, góða líkamsbeitingu við vinnu og fleira. 3. Raunhæfur verkefnalisti Næst er það ráðið sem flokka má sem „sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ og snýst einfaldlega um það að verkefnalisti dagsins sé raunhæfur. Því miður eigum við það nefnilega flest öll til að ætla okkur um of og því er verkefnalisti oftar en ekki of langur. 4. Ánægja og verkefnaval Þá hafa rannsóknir sýnt að það skiptir okkur öll máli að finna drifkraft og hvatningu í vinnu. Þannig að þegar við erum að forgangsraða verkefnunum, er gott að horfa líka á þau verkefni sem okkur finnst skipta máli og höfum ánægju af að sinna. Að finnast gaman slær á kvíða og tímastress. 5. Sjálfsköpuð tímapressa Það er staðreynd að oft erum við í tímastressi vegna þess að við sköpum okkur það stress sjálf. Algengast er að setja okkur tímamörk sem erfitt er að standa undir og eru of oft óþarflega ströng. Fyrir vikið erum við með hnút í maganum dag eftir dag því við erum ekki að ná að gera allt sem við viljum. Hér er gott að hafa í huga að það þarf ekki að klára öll verkefni með hámarksárangri og það þarf ekki að klára hvert einasta verkefni á sem skemmstum tíma. Gott ráð er að gera upp daginn í huganum á kvöldin og fara vel yfir það hvað gekk vel og hverju mætti breyta. Með því að gera daginn upp í huganum, þjálfum við okkur í að ráða betur við kapphlaupið við tímann. Loks má minna á mikilvægi þess að taka sér reglulega hlé frá vinnu yfir daginn og að setja sér markmið um jafnvægi heimilis og vinnu. Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Oft er þetta kvíði vegna þess að okkur finnst tíminn ekki nægur til að gera það sem við þurfum að gera eða óttumst að ná því ekki innan þess tíma sem þarf. Kannist þið við þetta? Í ofanálag er hitt og þetta heima fyrir líka algjört stress. Það gæti snúið að börnunum eða hreinlega því hvað á að vera í matinn í kvöld. Svo ekki sé talað um tímaleysið í kringum óhreinatauið og þvottavélina. Í umfjöllun Fastcompany um kvíða er stressið í kringum tímaleysi skilgreint í þrjá flokka: Daglegt tímastress: Þessi tilfinning að tíminn dugi ekki til fyrir allt sem þarf að gera í dag Framtíðar tímastress: Þessi kvíði sem vekur spurninguna „Hvað ef?“ Til dæmis „Hvað ef eitthvað tekst ekki, hver verða áhrifin þá í framtíðinni?“ Tilvistarkreppan: Þetta er kvíðinn sem fylgir tilfinningunni um að við séum ekki að vinna rétt að markmiðum okkar. Hér eru nokkur góð ráð til að kljást við kvíðann sem fylgir kapphlaupinu við tímann. 1. Viðhorfið til tímans: Hver er við stjórn? Á sama tíma og við getum ekkert gert til að hafa áhrif á tímann, getum við gert mjög margt til að stjórna því hvernig tímanum okkar er varið og í hvað tíminn okkar fer. Þannig að ráð nr.1 er að við byrjum á því að átta okkur á því hvert viðhorfið okkar er: Er tíminn eitthvað sem þú hefur stjórn á eða er tíminn eitthvað sem þú stýrir hvað þú gerir við? 2. Tíma vel varið: Hvenær er sá tími? Þegar þér finnst tímanum þínum vel varið, í hvað fer hann þá? Ef við veltum þessu til dæmis aðeins fyrir okkur í vinnunni, hvernig eru bestu dagarnir okkar þar? Eru það dagarnir þar sem við mætum úthvíld til vinnu, náum að tækla öll verkefni dagsins vel, erum í góðu skapi, finnst gaman, afköstum vel, enginn hausverkur, gleymum vöðvabólgunni, dagurinn líður hratt og við hlökkum til að mæta á morgun? Aðalmálið hér er að skilgreina það hvað gerir góðan dag góðan og hvað eyðileggur fyrir. Sumt er hægt að reyna að breyta strax, t.d. að leggja áherslu á svefn, góða líkamsbeitingu við vinnu og fleira. 3. Raunhæfur verkefnalisti Næst er það ráðið sem flokka má sem „sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ og snýst einfaldlega um það að verkefnalisti dagsins sé raunhæfur. Því miður eigum við það nefnilega flest öll til að ætla okkur um of og því er verkefnalisti oftar en ekki of langur. 4. Ánægja og verkefnaval Þá hafa rannsóknir sýnt að það skiptir okkur öll máli að finna drifkraft og hvatningu í vinnu. Þannig að þegar við erum að forgangsraða verkefnunum, er gott að horfa líka á þau verkefni sem okkur finnst skipta máli og höfum ánægju af að sinna. Að finnast gaman slær á kvíða og tímastress. 5. Sjálfsköpuð tímapressa Það er staðreynd að oft erum við í tímastressi vegna þess að við sköpum okkur það stress sjálf. Algengast er að setja okkur tímamörk sem erfitt er að standa undir og eru of oft óþarflega ströng. Fyrir vikið erum við með hnút í maganum dag eftir dag því við erum ekki að ná að gera allt sem við viljum. Hér er gott að hafa í huga að það þarf ekki að klára öll verkefni með hámarksárangri og það þarf ekki að klára hvert einasta verkefni á sem skemmstum tíma. Gott ráð er að gera upp daginn í huganum á kvöldin og fara vel yfir það hvað gekk vel og hverju mætti breyta. Með því að gera daginn upp í huganum, þjálfum við okkur í að ráða betur við kapphlaupið við tímann. Loks má minna á mikilvægi þess að taka sér reglulega hlé frá vinnu yfir daginn og að setja sér markmið um jafnvægi heimilis og vinnu.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00 Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00 Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. 3. nóvember 2020 07:01
Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Að rækta sambandið við góða vini hjálpar okkur að standa okkur betur í vinnunni og við eigum auðveldara með standast álag og streitu. 20. júlí 2020 10:00
Leiðir til að forðast kulnun í fjarvinnu Það er jafn mikilvægt að vera vakandi yfir kulnun í fjarvinnu eins og þegar unnið er á vinnustaðnum. Hér eru þrjú góð ráð til að hafa í huga daglega í fjarvinnu. 6. júlí 2020 10:00
Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Dökkt súkkulaði er eitt af því sem getur hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu en allir kannast við að syfja stundum í vinnunni, þrátt fyrir góðan nætursvefn. 4. júní 2020 11:00