Landsmenn hvattir til að velja sér jólavini Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2020 13:12 Eldriborgarar og leikskólabörn á jólaballi í félagsmiðstöðinni Hæðagarði í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsmenn eru hvattir til að velja sér jólavini fyrir aðventuna, þ.e. hverja eigi að hitta yfir hátíðarar. Best er að plana heimboð með góðum fyrirvara. Þá eigi að takmarka fjölda fólks í eldhúsinu. Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Á Covid.is segir að fyrir mörg okkar verði þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. „Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman. Sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þessar leiðbeiningar innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.“ Að neðan má sjá leiðbeiningar í hinum ýmsu flokkum. Leiðbeiningar almannavarna -Njótum rafrænna samverustunda -Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu -Veljum jólavini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíðarnar) -Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi -Verslum á netinu ef hægt er -Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla -Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim -Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir. Heimboð og veitingar -Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið. -Fylgjumst með þróun faraldursins. -Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir. -Forðumst samskotsboð („pálínuboð") og hlaðborð. -Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma. -Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur. -Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega. -Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega. -Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá. -Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn. -Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis. -Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur. -Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra. Gisting -Algengt er að vinir og/eðafjölskyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. -Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun,heilbrigðisþjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi. Ferðalög til og á Íslandi -Jólin eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hittum fólk þurfum við að velta fyrir okkur eftirfarandi atriðum. -Eru einhver tilmæli eða takmarkanir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sóttkví við komuna til landsins. Í boði er 14 daga sóttkví sem hægt er að stytta um 5-6 daga ef farið er í sýnatöku við upphaf og lok sóttkvíar. -Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi? -Er smithættan á þínu búsetusvæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til, mikil eða að aukast? -Hvernig höfum við og þau sem við ætlum að heimsækja hagað samskiptum við aðra í tvær vikur fram að brottför? Hafa átt sér stað náin samskipti við aðra en heimilisfólk? -Verður erfitt að halda nálægðarmörkin á meðan ferðalagi stendur (flug, rúta og/eða bátur). -Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið? Í ferðalaginu -Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur -Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn -Höldum fjarlægð frá öðru fólki -Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt Koma til landsins -Fólk sem kemur til Íslands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18.desember. -Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flugvöll. Rekstraraðilar og fyrirtæki -Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna. -Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum. -Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum. -Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila. -Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum -Þvoum hendur reglulega -Virðum nálægðarmörkin -Loftum reglulega út -Notum andlitsgrímur þegar við á -Þrífum snertifleti reglulega -Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Á Covid.is segir að fyrir mörg okkar verði þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. „Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman. Sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þessar leiðbeiningar innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.“ Að neðan má sjá leiðbeiningar í hinum ýmsu flokkum. Leiðbeiningar almannavarna -Njótum rafrænna samverustunda -Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu -Veljum jólavini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíðarnar) -Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi -Verslum á netinu ef hægt er -Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla -Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim -Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir. Heimboð og veitingar -Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið. -Fylgjumst með þróun faraldursins. -Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir. -Forðumst samskotsboð („pálínuboð") og hlaðborð. -Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma. -Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur. -Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega. -Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega. -Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá. -Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn. -Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis. -Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur. -Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra. Gisting -Algengt er að vinir og/eðafjölskyldumeðlimir dvelji saman yfir hátíðirnar á sama heimili. -Mikilvægt er að vera búin að gera ráðstafanir ef gestir og/eða heimilisfólk veikjast af COVID-19 á meðan heimsókn stendur. Við þurfum að huga að sóttkví, einangrun,heilbrigðisþjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi. Ferðalög til og á Íslandi -Jólin eru ferðatími. Áður en við ferðumst á milli staða og hittum fólk þurfum við að velta fyrir okkur eftirfarandi atriðum. -Eru einhver tilmæli eða takmarkanir í gildi vegna ferðalaga? Á Íslandi þarf til að mynda að fara í sóttkví við komuna til landsins. Í boði er 14 daga sóttkví sem hægt er að stytta um 5-6 daga ef farið er í sýnatöku við upphaf og lok sóttkvíar. -Erum við eða einhver í okkar nána tengslaneti í áhættuhópi? -Er smithættan á þínu búsetusvæði eða á svæðinu sem þú ætlar að ferðast til, mikil eða að aukast? -Hvernig höfum við og þau sem við ætlum að heimsækja hagað samskiptum við aðra í tvær vikur fram að brottför? Hafa átt sér stað náin samskipti við aðra en heimilisfólk? -Verður erfitt að halda nálægðarmörkin á meðan ferðalagi stendur (flug, rúta og/eða bátur). -Er samferðafólk okkar aðrir en heimilisfólkið? Í ferðalaginu -Notum grímu á meðan á ferðalaginu stendur -Forðumst að snerta grímuna, augu, nef og munn -Höldum fjarlægð frá öðru fólki -Þvoum okkur oft um hendur og/eða notum handspritt Koma til landsins -Fólk sem kemur til Íslands þarf að fara í sóttkví og gera þarf ráðstafanir í tengslum við það. Síðasti dagur til að koma heim til Íslands og vera laus úr sóttkví fyrir jól er 18.desember. -Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka flugrútu, leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að koma með út á flugvöll. Rekstraraðilar og fyrirtæki -Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna. -Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum. -Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum. -Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila. -Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum -Þvoum hendur reglulega -Virðum nálægðarmörkin -Loftum reglulega út -Notum andlitsgrímur þegar við á -Þrífum snertifleti reglulega -Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira