Ber sig vel eftir hálfa mínútu í skíðlogandi bíl Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 08:01 Það logaði bál í bíl Romains Grosjean eftir slysið um helgina en betur fór en á horfðist. Getty/Bryn Lennon Romain Grosjean sat í hálfa mínútu í brennandi Formúlu 1 bíl sínum en ber sig vel eftir slysið ógvænlega í Barein um helgina. Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina. Formúla Barein Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina.
Formúla Barein Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira