„Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 10:29 Það hefur verið lítið að gera hjá Hjálmari í skemmtanabransanum undanfarna daga. Vísir Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira