Umfjöllun: Ísland - Kósóvó 86-62 | Fullt hús í búbblunni Anton Ingi Leifsson skrifar 28. nóvember 2020 16:55 Tryggvi átti virkilega góðan leik í dag. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslenska landsliðið í körfubolta er komið á toppinn í undanriðli sínum fyrir EuroBasket 2022 er liðið vann öruggan sigur á Kósóvó í búbblunni í Slóvakíu í dag. Lokatölur urðu 86-62. Jafnræði var með liðunum í byrjun fyrsta leikhlutans en um miðjan leikhluta tóku íslensku strákarnir völdin og keyrðu yfir Kósóvó sem þeir töpuðu svo grátlega fyrir í fyrri leik liðanna. Ísland leiddi 21-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þrátt fyrir að hafa ekki skorað sína fyrstu körfu fyrr en eftir tæpar þrjár mínútur. Hægt og rólega fundu strákarnir taktinn og voru að spila ansi vel. Létu boltann rúlla vel sóknarlag og varnarleikurinn stóð vel. Kennslumyndband af varnarleik Ef varnarleikurinn var góður í fyrsta leikhlutanum þá var hann frábær í öðrum leikhlutanum. Ísland vann annan leikhlutann 24-12. Strákarnir voru að spila rosalega þéttan og ákefðan varnarleik sem skilaði sér oft á tíðum í fráköstum eða stolnum boltum. Efni í kennslumyndband af því hvernig á að spila varnarleik. Unun var að fylgjast með varnarvinnunni og sóknarleikurin gekk eins og smurð vél undir stjórn Harðars Axels Vilhjálmssonar. Ísland var 45-27 yfir í hálfleik og strákarnir í góðum málum. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri. Þriðji leikhlutinn endaði 22-14 og voru Kósóvó einungis komnir með 43 stig eftir þrjátíu mínútur af körfubolta. Strákarnir héldu svo Kósóvó í kringum tuttugu stiga forystu út leikinn. Leikurinn lauk svo að lokum með 24 stiga sigri Ísland, 86-62, og því bættu þeir fyrir tapið í fyrri leiknum gegn Kósóvó með tuttugu stigum. Leikstjórinn frá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmssn var frábær í dag. Hann skilaði 30 framlagsstigum. Hann skoraði 22 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann stýrði leiknum eins og herforingi, bæði varnar- og sóknarlega. Frábær leikur hjá Keflvíkingnum. Næstur komu Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson með 13 stig hvor og Ægir Steinarsson og Tryggvi Hlinason með 12. Athygli vakti að Ísland var +34 með Ægir inni á vellinum. Elvar Már Friðriksson gerði níu stig, Sigtryggur Arnar Björnsson þrjú og Tómas Hilmarsson tvö. Ísland er þar með komið á topp riðilsins með sjö stig en Lúxemborg og Slóvakía mætast síðar í dag. Kósóvó er með sex. Körfubolti HM 2023 í körfubolta
Íslenska landsliðið í körfubolta er komið á toppinn í undanriðli sínum fyrir EuroBasket 2022 er liðið vann öruggan sigur á Kósóvó í búbblunni í Slóvakíu í dag. Lokatölur urðu 86-62. Jafnræði var með liðunum í byrjun fyrsta leikhlutans en um miðjan leikhluta tóku íslensku strákarnir völdin og keyrðu yfir Kósóvó sem þeir töpuðu svo grátlega fyrir í fyrri leik liðanna. Ísland leiddi 21-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þrátt fyrir að hafa ekki skorað sína fyrstu körfu fyrr en eftir tæpar þrjár mínútur. Hægt og rólega fundu strákarnir taktinn og voru að spila ansi vel. Létu boltann rúlla vel sóknarlag og varnarleikurinn stóð vel. Kennslumyndband af varnarleik Ef varnarleikurinn var góður í fyrsta leikhlutanum þá var hann frábær í öðrum leikhlutanum. Ísland vann annan leikhlutann 24-12. Strákarnir voru að spila rosalega þéttan og ákefðan varnarleik sem skilaði sér oft á tíðum í fráköstum eða stolnum boltum. Efni í kennslumyndband af því hvernig á að spila varnarleik. Unun var að fylgjast með varnarvinnunni og sóknarleikurin gekk eins og smurð vél undir stjórn Harðars Axels Vilhjálmssonar. Ísland var 45-27 yfir í hálfleik og strákarnir í góðum málum. Síðari hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri. Þriðji leikhlutinn endaði 22-14 og voru Kósóvó einungis komnir með 43 stig eftir þrjátíu mínútur af körfubolta. Strákarnir héldu svo Kósóvó í kringum tuttugu stiga forystu út leikinn. Leikurinn lauk svo að lokum með 24 stiga sigri Ísland, 86-62, og því bættu þeir fyrir tapið í fyrri leiknum gegn Kósóvó með tuttugu stigum. Leikstjórinn frá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmssn var frábær í dag. Hann skilaði 30 framlagsstigum. Hann skoraði 22 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann stýrði leiknum eins og herforingi, bæði varnar- og sóknarlega. Frábær leikur hjá Keflvíkingnum. Næstur komu Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson með 13 stig hvor og Ægir Steinarsson og Tryggvi Hlinason með 12. Athygli vakti að Ísland var +34 með Ægir inni á vellinum. Elvar Már Friðriksson gerði níu stig, Sigtryggur Arnar Björnsson þrjú og Tómas Hilmarsson tvö. Ísland er þar með komið á topp riðilsins með sjö stig en Lúxemborg og Slóvakía mætast síðar í dag. Kósóvó er með sex.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti