Breyting á handarreglu sem hefði mögulega tryggt Íslandi stig í Köben Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Sitt sýnist hverjum um hvort dæma eigi hendi eins og í þessu tilviki, þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að Andy Carroll skallaði boltann í hönd hans. Getty/Newcastle United Útlit er fyrir breytingar á reglunum um það hvenær dæma skuli víti á menn fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs í fótbolta. Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira