Sex með yfir tíu stig í fyrsta sinn í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 15:30 Ægir Þór Steinarsson breytti leiknum þegar hann kom inn á völlinn. Vísir/Bára Margir leikmenn voru að skila stigum á töfluna í sigri íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í gær. Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10). Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Stigaskorið dreifðist vel á milli manna hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta í sigrinum á Lúxemborg í gær í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Íslenska liðið var lengi í gang en sýndi í seinni hálfleik hversu breiddin er mikil í liðinu í dag. Liðið lék auðvitað án þeirra Martins Hermannssonar og Hauks Helga Pálssonar sem eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Það var því ánægjulegt að um sameiginlegt átaka var að ræða í því að fylla í skarð lykilmannanna. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tíu stig eða meira en það hefur ekki gerst hjá íslenska liðinu í rúm fjögur ár. Eftir slakan fyrri hálfleik þá fundu íslensku strákarnir taktinn í þeim síðar með orkufulla geitunginn Ægi Þór Steinarsson í fararbroddi. Tryggvi Snær Hlinason skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleiknum en skoraði síðan sextán stig í þeim síðari og var stigahæstur í íslenska liðinu. Jón Axel Guðmundsson klikkaði á átta fyrstu skotum sínum í leiknum en nýtti þau þrjú síðustu og endaði næststigahæstur með 14 stig. Ægir Þór var með 13 stig, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og það aðeins tæpum 25 mínútum.Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig og gaf að auki 4 stoðsendingar á sínum 28 mínútum.Sigtryggur Arnar Björnsson hélt sóknarleiknum á floti í fyrri hálfleik og endaði með 12 stig og Kári Jónsson skoraði tíu stig. Fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að bætast í hópinn því hann var með 9 stig í leiknum. Síðast skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig í sigri á Sviss í Laugardalshöllinni 31. ágúst 2016. Það voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson (16 stig), Hlynur Bæringsson (15), Martin Hermannsson (14), Logi Gunnarsson (13), Haukur Helgi Pálsson (12) og Jón Arnór Stefánsson (11). Það þarf síðan að fara alla leið til ársins 1993 til að finna fleiri tíu stiga menn í einum landsleik en þá brutu sjö landsliðsmenn tíu stiga múrinn í sigri á Lúxemborg í maí 1993. Það voru þeir Guðmundur Bragason (17 stig), Teitur Örlygsson (16), Herbert Arnarson (12), Nökkvi Már Jónsson (11), Guðjón Skúlason (10), Albert Óskarsson (10) og Magnús Helgi Matthíasson (10).
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira