Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 TF-GRO situr föst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og er óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. „Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira