Þeir yngri komist vart að meðan Arnaldur fái fimm stjörnur í vöggugjöf Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2020 08:00 Ef upp kæmi sú staða, sem er ekki ólíkleg í ljósi þess hversu góðar viðtökur Truflunin hefur fengið, að Steinar Bragi fengi hin Íslensku bókmenntaverðlaun, þætti honum það neyðarlegt: Svo margir af vinum mínum hafa fengið þau nú þegar að þegar röðin kæmi að mér yrði það bara til að undirstrika hversu seint það gerðist. Forlagið Steinar Bragi er höfundur í algjörum sérflokki, segir Björn Vilhjálmsson gagnrýnandi Víðsjár Ríkisútvarpsins og heldur ekki vatni: „… sendir hérna frá sér sína bestu bók, og það er að segja eitthvað.“ Björn sparar sig hvergi en hann er að tala um Truflunina nýjustu skáldsögu höfundar. Steinar Bragi er viðmælandi Vísis í Höfundatali. Steinar Bragi nýtur aðdáunar fyrir stílsnilld og hann hefur á færi sínu að skapa söguheim sem hríslast einhvern veginn milli skinns og hörunds lesandans; óræður og myrkur. „Ótrúlega hæfileikaríkur maður. Undarlegur maður, undramaður, myndi ég segja,“ eru orðin sem helsti bókmenntapáfi landsins, Egill Helgason hefur um manninn. Hann sem og gagnrýnendur hans í Kiljunni eru yfir sig hrifin af Trufluninni. Undarlegur undramaður? Já. Það gekk í það minnsta ekki þrautalaust að ná í Steinar Braga í þetta höfundatal Vísis. Hann var lengi vel utan þjónustusvæðis en það tókst að koma til hans boðum með tölvupósti. Viðtalið sem hér fer á eftir er bútasaumur úr nokkrum viðtalslotum sem stóðu yfir nú í vikunni. Slitrum. Hér er komið víða við og Steinar Bragi er umbúðalaus. Hann talar ekki eins og sá sem telur sig þurfa að hafa alla góða. Steinar Bragi talar eins og sá sem býr við frelsi listamannsins en ekki eins og rithöfundur í teboði. Og þannig finnst manni nú einhvern veginn að viðtöl við rithöfunda eigi að vera. 4.6 stjörnur að meðaltali frá S til A undanfarin tíu ár Með gagnrýnendur, fyrst þeir eru hafðir hér sem einskonar upptaktur. Skiptir máli það sem þeir hafa að segja, skipta viðtökur þig almennt máli? „Gagnrýni er absólút krúsjalt fyrirbæri, hvað þá í dvergmenningu eins og við búum í. Það er léttir að fá góða og hún hjálpar við að finna lesendur, en ég held það megi alveg kynda undir stríðari lestri. Þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð er ekkert að fara að unga út mörgum meistaraverkum á ári. Það væri væntanlega gagnlegt fyrir Ólaf Jóhann að heyra að hann skrifar gamaldags íslensku og að hlegið sé að því hvernig hann móralíserar, eða að Arnaldur eigi erfitt með að stíla hádegisfréttir í texta. Yrði ekki allt betra þannig?“ spyr Steinar Bragi og þykist ekki vita svarið. „Fyrir jól breytist Kiljan í færiband þar sem tveggja, þriggja ára vinna er afgreidd á þremur og hálfri mínútum. Þau gera sitt besta til að sinna bókaflóði sem dúndrast í gegn á tveimur mánuðum, en það verður að vinna gegn færibandinu þar sem bækur sem dómínera frá upphafi eru tjakkaðar enn hærra, og restin er mestanpart komin í ruslið áður en desember hefst. Sem gerir það nánast ómögulegt fyrir yngri og óþekkta höfunda að ná máli. Meðan Arnaldur hefur sinn Steinþór Guðbjartsson á Morgunblaðinu til að fá fimm stjörnur í vöggugjöf. Ég á vin sem tók þetta bræðralag saman um daginn – 4.6 stjörnur að meðaltali frá S til A undanfarin tíu ár. Vel gert!“ Óttinn við að smita eða fá Covid Þegar blaðamaður hringdi fyrst í Steinar Braga kom upp símsvari sem fór með torkennilegar vangaveltur á ensku um eignarhald. Sem var gaman, eins langt og það náði. Steinar Bragi heldur því hins vegar fram að biðtónninn hjá Nova séu stöðugt að breytast. Síðast hafi hann frétt af Donnu Summer í móttökunni. „Ég er í bústað úti á landi að skrifa en til vara í sóttkví ef sá sem ég hitti á föstudag greinist jákvæður, en hann fær víst ekki að fara í test fyrr en á miðvikudag eða fimmtudag,“ segir Steinar Bragi. Sem á að hluta til að útskýra hvers vegna erfitt er að ná sambandi við hann. Auk furðulegs netpungs sem dettur út af og til. Steinar Bragi segir sjálfsmynd stéttarinnar ekki upp á marga fiska eftir erfiða varnarbaráttu; afætur á ríkisstyrk sem ná þó ekki framfærslu.Forlagið Hvar ertu í bústað? „Ég er á Mýrum í Borgarfirði, ef ég man rétt. Nálægt strönd. Kom hérna í svartamyrkri og varð andvaka eins og yfirleitt í nóvember og vaknaði í svartamyrkri. Líklega gæti ég allt eins verið í Grímsnesinu en það eru samt engin ljós sjáanleg hérna í kring frá öðrum bústöðum.“ Ertu mikill sumarbústaðamaður? Skrifar þú kannski fyrst og fremst í sumarbústað? „Ég skrifa hérumbil aldrei í sveit en stutt heimsókn til Íslands í febrúar lengdist vegna Covid og ég haldið mig við bústaðina, enda virðist ég hitta einhvern mögulega smitaðan aðra hverja viku og enda í sóttkví fjarri heimili mínu, enda vil ég engan smita. Það eru tvær gerðir af fólki: Þeir sem óttast að fá Covid, eða smita aðra af Covid.“ Og hvor tegundin ert þú? „Það er ofsögum sagt að ég sé hræddur um að smita eða deyja úr Covid, ég fer varlega af tillitssemi við eldra lifandi fólk í fjölskyldunni. Og vinir sem ég hitti fá gjarnan símtal meðan ég sit yfir þeim um að einhver í vinnunni hafi greinst og þá fylgi ég góðum siðum um að draga mig í hlé, en ég þurfti svosem á því að halda til að klára bók.“ Aldrei treysta horuðum kokki né kátum rithöfundi Eftir þetta kurteisislega snakk taldi blaðamaður vert að vaða beint í vélarnar og spyrja hreint út: Af hverju að skrifa – sem sagt, af hverju viltu vera rithöfundur? „Ég held að margt byrji að skrifa af því það er eitthvað að í lífi þess eða persónu, innbyggð skekkja sem reynt er að kasta á orðum til að skilja. En ætli útkoman sé ekki frekar að skekkjan aukist og því meiri sem skilningurinn á henni verður því flatari er skáldskapurinn. Það verða fáir hamingjusamir af þessu. Ég beini því til veitingahúsagesta að treysta ekki horuðum kokki og til lesenda að treysta ekki kátum höfundi. Eða til að vera nákvæmari: Þeir sem ná lengst er fólk sem nær að vera ærlega ruglaðra í lengri tíma en hinir en halda samt sem áður sæmilegum starfskröftum.“ Blaðamaður Vísis er hjartanlega sammála Steinari Braga, hann vill hafa sína kokka þriflega. Og þá er þetta sennilega rétt með kátu höfundana líka og best að vara sig á þeim. Steinar Bragi dvelur sem sagt þessa stundina í sumarbústað á Mýrum en þar áður var hann búsettur í Österbro í Kaupmannahöfn. Þar skildi hann öll sín föt eftir nema tvenn. Ef einhver sér honum bregða fyrir er hann í öðrum þeirra. En má þó ekki sjá sitthvað jákvætt við Covid-faraldurinn? Þið höfundar þurfið til dæmis ekki að standa í að koma fram á misskemmtilegum upplestrarkvöldum? „Jú, það eru augljóslega kostir við pláguna, sést til botns í Feneyjum og upplestrarkvöld hafa verið slegin af, og samkomur stofnana og fyrirtækja sem virðast alltaf vera fyrir hádegi. Ég hef ágætlega gaman af því að lesa fyrir fólk en myndi frekar vilja faðma það.“ Bjarni Ben er að vísu ekki appelsínugulur… Nýja bókin, Truflunin, er vísindaskáldsaga eða framtíðartryllir, af hverju það og hvað geturðu sagt mér um bókina? „Truflunin er um heim sem hefur klofnað í tvennt en er í samloðun á nokkurra ferkílómetra svæði í miðbænum. Agentar úr svokölluðum Umheimi eru sendir inn til að skoða hvað gerðist. Ég veit sjálfur full vel hvað gerðist en það tók mig hátt í þrjú ár. Klippa: Steinar Bragi - inngangur að lestri Ég skrifaði fyrst eina skáldsögu og svo aðra til að ná utan um þessa þriðju, sem reyndist á endanum vera Truflunin. En það er svo sem regla frekar en undantekning að ég hendi megninu af því sem ég skrifa. Uppúr miðjunni á þessu ferli hef ég sans fyrir því að afskrifa verk, og að það batni eftir því sem ég hendi meira út úr því.“ Verk þín eru myrk; ofbeldisfull og undir niðri er óhugnaður sem erfitt er að festa hendur á. Er þetta eitthvað sem þú leggur upp með meðvitað eða er þetta eitthvað sem bara kemur? „Ég veit það ekki, það hafa allir sitt áhugasvið. En ég vel mér ekki þemu og varla stefnu, ef ég ætla mér eitthvað ákveðið vantar yfirleitt í það lífið. Fyrsta eiginlega skáldsagan sem ég kláraði, Áhyggjudúkkur, varð til af því ég gafst upp á nokkrum öðrum sem allar vildu eitthvað en lágu dauðar. Konur var ekkert nema persóna að leggja andlit og líkama í vegg, svo óx utan um það bankakerfi og háhýsi. Ef ég ætti að giska held ég að það komi mér sífellt á óvart hvað heimurinn er í raun iðandi af kúgun og óréttlæti og viðbjóði og hvað er auðvelt að venjast því. Það eina sem maður eins og Trump hefur gert er að framandgera það, af því hann er appelsínugulur. Bjarni Ben er ekki appelsínugulur en samt hefur honum tekist að drepa nokkur hundruð manns með fjársveltu heilbrigðiskerfi.“ Af hverju spyr enginn velviljuðu höfundana? Atferlisfræðin gerir ráð fyrir því að menn séu afsprengi umhverfis síns, má þá gera því skóna að þetta sé svona sem þú upplifir veröldina – Reykjavík, sem hefur nú oftast verið þitt sögusvið? „Lífsreynsla fólksins í kringum mig hefur bara oft verið rækilega myrk og það sem mótar það og breytir eða eyðileggur byrjar þar. Bækur sem leggja upp í birtu og framleiða örlítinn lífsháska af annars velviljuðum höfundi, og sigla okkur svo í fyrirframgefna góða höfn, þær eru bara of margar, er það ekki? Litlu er til kostað og lítið finnst. Af hverju spyr enginn ómyrkari höfunda hvernig þeir nenna þessu?“ spyr Steinar Bragi. Steinar Bragi er nú staddur í sumarbústað á Mýrum í Borgarfirði, einskonar flóttamaður frá Covid.Forlagið Blaðamaðurinn býður ekki uppá nein svör við þeirri spurningu, kann ekki einu sinni að skammast sín heldur spyr á mótihvað hann vilji að fólk taki út úr verkum hans, ef eitthvað? Er hægt að tala um einhvern boðskap? „Kjarninn í öllum sögum er óljós en afgerandi sans fyrir því að útkoman á því sem við ætlum okkur verði allt önnur. Að við gerum okkar ítrasta við að krækja í smá hamingju en henni sé slegið á frest frá einu augnabliki til annars. Það er hægt að tjá þetta í öllum mögulegum miðlum og verður alltaf gert, ef fólk finnur það ekki í skáldskap leitar það annað. En ég hef trú á að bækur geri það betur.“ Vanmat á Zuckerberg Við leitina að Steinari Braga komst blaðamaður að því að hann er hvergi að finna á samfélagsmiðlum og því liggur beint við að spyrja hvers vegna það sé? „Það hvarflaði aldrei að mér að byrja, raunverulega. Ég hélt að engin sem ég þekkti hefði áhuga og þegar öll voru komin inn fannst mér bjánalegt að gera eins og öll hin. Þetta var mikið vanmat hjá mér á Zuckerberg. Löngu seinna varð þetta augljóslega pólitískt og prinsipplegra, maður skiptir ekkert á glerperlum og gullunum sínum. Ég er samt alltaf undir eftirliti á gmail ef fólk vill deila einhverju með mér.“ Erum við undir eftirliti? Hver er að ritskoða þetta? Hver er að fylgjast með? „Internetið er hannað af bandaríska hernum sem eftirlits- og stýritæki alveg frá jarðhæðinni og upp. Það er aldrei prívat og átti ekki að vera, hvort sem þú notar Tor eða Chrome. Það er ástæða fyrir því að Kínverjar hafa sitt aflokaða kerfi, önnur en þeirra eigin ritskoðun. Það hljóma allir soldið nöttaralega við að ræða þetta en endilega leyfum okkur það. Það skiptir máli hver er inni í stofu hjá okkur.“ Klippa: Steinar Bragi - lestur Steinar Bragi er hér á heimavelli því Truflunin fjallar meðal annars um þessa þætti tilverunnar. „Ef við gleymum hernaðarlegu samhengi gagnanna sem eru eimuð úr okkur, og hvort eða hvenær Pentagon vill breyta stemningu þessarar eða hinnar þjóðarinnar, þá ættum við bara aldrei að venjast því að vera undir eftirliti. Ég held það hafi frystandi áhrif á allar manneskjur og sjálfsvitund þeirra og sköpunargáfu að finnast þær vera undir eftirliti. Fyrstu mótmælin gegn Arpanetinu, forvera Internetsins, voru haldin í Princeton árið 1969 ef ég man rétt. Fyrir hálfri öld! Þau sem mótmæltu sáu þetta sem einfalda baráttu fyrir því að vera látin í friði, sjálfsögðum rétti á einkalífi, takmörkun á valdi sem er ekki lýðræðislegt.“ Flokkakerfið hefur gert vel við sjálft sig Er þá komið að næstu lotu, þeirri fjórðu í þessu höfundatali en í millitíðinni fór blaðamaðurinn hálfgerða fýluferð niður í héraðdóm. Til stóð að fylgjast með aðalmeðferð í máli Eiríks á Ómega, sem sakaður er um peningaþvætti og stórkostleg skattsvik. En þegar til kastanna kom var þar verið að fjalla um frávísunarkröfu Eiríks. Maður fer gjarnan á mis við hitt og þetta; þarna sigldu meint skattsvik og sjálft almættið hjá í einu og sama skipinu. Skellur. Þá liggur beint við að spyrja Steinar Braga hvort hann sé trúaður? „Ég er alinn upp við spíritisma, losaralega kristni býst ég við, eins og flestir Íslendingar. Þegar kemur að af eða á með guðdóminn og æðra samhengi alls, held ég að ekkert okkar hafi hugmynd. Kennisetningar kristninnar eru jafn mikið gisk og hinna sem smætta okkur niður í heimsmynd sem felur í sér að við séum „bara“ dýr, bara litningaferjur, tilviljanakennd samröðun. Hvað eru dýr? Hvað er tilviljun? Á endanum er það mikil og falleg mystería að alheimurinn sé yfirhöfuð til, það er gott að vera opin fyrir því.“ Þú nefndir það fyrr í þessum samtölum okkar að Bjarni Ben væri að vísu ekki appelsínugulur en … ertu pólitískur? Er flokkasystemið kannski frekar lélegt leikrit sem sett er upp gagngert til að telja fólki trú um að það búi við lýðræði þegar ekkert slíkt er í boði? „Flokkakerfið hefur að minnsta kosti gert vel við sjálft sig. Mér sýnist líka allir flokkarnir hafa lært tungumál frjálshyggjunnar, sem hefur verið innleidd markvisst á landinu síðan í eitís. Það er gefið að Sjálfstæðismenn lifa í öfga-hugmyndafræði en hinir flokkarnir tala orðið gott búktal. Íslenskt samfélag brann og hrundi út af þessum hugmyndum. Steinar Bragi segist vera frambærilegur í Tetris en helsta áhugamálið verður að teljast lestur, sem þó er ekkert áhugamál.Forlagið Við ættum öll að vinna markvisst gegn gildismati og tungumáli frjálshyggjunnar og mér sýnist ekkert pólitískt afl á landinu kunna það eða gera það af neinum hita nema nýja verkalýðshreyfingin, Efling og VR.“ Ef þú hefur ekkert að segja hættu þá Hver er staða rithöfundarins í samfélaginu? Plató taldi listamenn til óþurftar í sínu fyrirmyndarríki, væntanlega þá vegna þess að engin þörf væri fyrir þá og/eða að þeir væru hættulegir. Myndu raska hinni ídeal ró og þá bæri að banna. Hefur sú staða breyst sé horft til nútíðar og hvernig þá? „Staða rithöfundar í samfélagi? Að halda sig í jaðrinum og horfa inn. Forðast hagsmunabandalög og óheiðarleika og hvers kyns pragmatisma. Vera samviska menningarinnar. Reyna það að minnsta kosti. Þetta ætti að vera meiri köllun en starf. Og ef þú hefur ekkert að segja, hættu þá.“ Já, segðu. Í framhaldi af því, hvað finnst þér um kollega þína í rithöfundastétt sem hóp? Eru þeir of glaðir, of lítilþægir eða bara mátulegir? „Ég ber ómælda virðingu fyrir öllum sem skapa list, hvort sem hún heppnast eða ekki. Það krefst ómælds hugrekkis og þolgæðis að helga lífi sínu einhverju sem líklegast reynist vera misheppnuð atlaga, og gera það svo aftur og aftur þar til eitthvað almennilegt verður til – úr engu. Og gæti breytt öllu. Það má hlæja að því líka. Ég held samt að í dag hefðu íslenskir höfundar gott af því að þenja sig eilítið meira og skilja að menning sé í grunninn umsagnarnalaus og hol að innan án þeirra. Eftir tíu ár af varnarsigrum yfir listamannalaunum þar sem hver króna er talin oní okkur – í samhengi við skort á sjúkrarúmum á landsbyggðinni – er sjálfsmynd stéttarinnar ekki beysin; afætur á ríkisstyrk sem ná þó ekki framfærslu. Gistibústaðir rithöfundasambandsins eru smáir og saggalyktandi kofar, sambandið niðurgreiðir ekki einu sinni líkamsræktarkort. Fólk missir áhugann.“ Besta leiðin til að fjármagna lestur eru skriftir Þá verður að leggja eina alveg klassíska spurningu fyrir þig í lok þessarar lotu: Hvaða höfundar hafa haft mest áhrif á þig? Eru einhverjir áhrifavaldar? „Thomas Mann og Töfrafjallið. Absólút. Bragi Ólafsson. Hallgrímur árið 1999. Kristín Eiríksdóttir. Bergþóra Snæbjörns. Bragi Páll. Vinir mínir. Bíómyndir.“ Þegar þarna var komið sögu kom upp áhyggjuefni sem snerist um að hæpið var að hægt væri að senda Villa ljósmyndara á fund Steinars Braga í bústað sem hann minnti að væri á Mýrum. Í viðleitni sinni til að bjarga málum fann Steinar Bragi til af sér gamla mynd í síma sínum, sennilega frá 2014 þar sem hann var við veiðar ásamt Bergsveini Birgissyni. Rithöfundarnir Bergsveinn og Steinar Bragi við Silungsveiðar fyrir mörgum herrans árum.Úr einkasafni Nei, hún mun sennilega ekki duga sem myndskreyting við heilt viðtal. Það verður að leita annarra leiða. Finnst þér gaman að veiða? „Ég fer stundum að veiða á sumrin, ef einhver nennir með. Það er róandi ef veiðin er lítil. Ég fór sjö sinnum í Úlfljótsvatn í sumar og fékk ekki neitt en þá hafði ég ekki lengur tíma fyrir það.“ En eru einhver önnur áhugamál sem þú fæst við? „Ég er frambærilegur í Tetris á netinu, í þeirri útgáfu þar sem keppt er við aðra, línur hreinsaðar og sendar á aðra spilara. Ef ég er á ferðalagi spila ég Pokemon Go. Annars er vinnan áhugamál, þótt hún sé það auðvitað alls ekki. Segjum að það sé lestur, besta leiðin til að fjármagna lestur er skriftir.“ Öll stödd í miðju blússandi landnámi Sílíkondalsins Varðandi Truflunina, auðvitað er ekki við hæfi að spyrja höfund um merkingu verka sinna, svör eru einskis virði fyrir lesendur ef þeir finna þau ekki fyrir sig sjálfir innan þess túlkunarrýmis sem gefa listaverkum vigt og vægi, en mig langar samt að syndga uppá náðina: Nefnd hafa verið einhverskonar líkindi milli Truflunarinnar og The Heart of Darkness eftir J. Conrad. Er það eitthvað sem þú myndir kvitta uppá? Hafði sú bók áhrif á þig við gerð Truflunarinnar? „Það er langt síðan ég leit í Heart of Darkness og ég veit það ekki. Jú ætli upplagið að framvindunni sé ekki svolítið líkt, þótt það hafi ekki verið planið. Segjum að Truflunin sé Heart of Darkness skrifuð frá sjónarhóli innfæddra, við erum auðvitað öll stödd í miðju blússandi landnámi Sílíkondalsins á innviðum okkar, óspurð og undrandi, lærum framandi siði stafrænunnar og hámörkum allt sem okkur er sagt að við séum. Steinar Bragi býsna brattur einhvers staðar í útlöndum. Nú veit hann vart hvort er dagur eða nótt í bústað á Mýrum þar sem hann fæst nú við að skrifa leikrit um par í kjarnorkusvepp.Forlagið Eins og Zuboff myndi orða það en betur. Kannski sakna ég bara miðalda. Himinninn var víst úr kristal, mild birta guðdómsins lék um veröldina og meðalaldurinn var fertugt, kannski við ættum ekkert að verða eldri? Til að gera hvað?“ Væri of niðurlægjandi að fá bókmenntaverðlaunin núna Þú ert við skriftir í sumarbústað og í hverju ertu að vinna? „Ég er að skrifa leikrit uppí bústað, sama leikrit og ég komst ekki áfram með fyrir sjö árum síðan. Um par sem býr í kjarnorkusvepp. Það er að vera trend að ég spreyti mig á því á milli bóka, ef þær verða fleiri, ég hef yfirleitt enga hugmynd um hvað ég ætti að gera næst.“ Ef þú fengir Íslensku bókmenntaverðlaunin núna, fyrir Truflunina, myndi það skipta þig miklu og hverju þá helst, myndi þakkarávarpið á Bessastöðum verða langt og um hvað myndi það fjalla? (Hér býðst einstakt tækifæri til að þjófstarta seremóníunni?) „Það yrði ívið niðurlægjandi að fá þessi verðlaun. Svo margir af vinum mínum hafa fengið þau nú þannig að þegar röðin kæmi að mér yrði það bara til að undirstrika hversu seint það gerðist. Mér sýnist fólk líka verða stressað af þessu. Ég hefði viljað fá þau 27 ára gamall en í dag yrði ég líklega að hafna þeim.“ Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Steinar Bragi nýtur aðdáunar fyrir stílsnilld og hann hefur á færi sínu að skapa söguheim sem hríslast einhvern veginn milli skinns og hörunds lesandans; óræður og myrkur. „Ótrúlega hæfileikaríkur maður. Undarlegur maður, undramaður, myndi ég segja,“ eru orðin sem helsti bókmenntapáfi landsins, Egill Helgason hefur um manninn. Hann sem og gagnrýnendur hans í Kiljunni eru yfir sig hrifin af Trufluninni. Undarlegur undramaður? Já. Það gekk í það minnsta ekki þrautalaust að ná í Steinar Braga í þetta höfundatal Vísis. Hann var lengi vel utan þjónustusvæðis en það tókst að koma til hans boðum með tölvupósti. Viðtalið sem hér fer á eftir er bútasaumur úr nokkrum viðtalslotum sem stóðu yfir nú í vikunni. Slitrum. Hér er komið víða við og Steinar Bragi er umbúðalaus. Hann talar ekki eins og sá sem telur sig þurfa að hafa alla góða. Steinar Bragi talar eins og sá sem býr við frelsi listamannsins en ekki eins og rithöfundur í teboði. Og þannig finnst manni nú einhvern veginn að viðtöl við rithöfunda eigi að vera. 4.6 stjörnur að meðaltali frá S til A undanfarin tíu ár Með gagnrýnendur, fyrst þeir eru hafðir hér sem einskonar upptaktur. Skiptir máli það sem þeir hafa að segja, skipta viðtökur þig almennt máli? „Gagnrýni er absólút krúsjalt fyrirbæri, hvað þá í dvergmenningu eins og við búum í. Það er léttir að fá góða og hún hjálpar við að finna lesendur, en ég held það megi alveg kynda undir stríðari lestri. Þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð er ekkert að fara að unga út mörgum meistaraverkum á ári. Það væri væntanlega gagnlegt fyrir Ólaf Jóhann að heyra að hann skrifar gamaldags íslensku og að hlegið sé að því hvernig hann móralíserar, eða að Arnaldur eigi erfitt með að stíla hádegisfréttir í texta. Yrði ekki allt betra þannig?“ spyr Steinar Bragi og þykist ekki vita svarið. „Fyrir jól breytist Kiljan í færiband þar sem tveggja, þriggja ára vinna er afgreidd á þremur og hálfri mínútum. Þau gera sitt besta til að sinna bókaflóði sem dúndrast í gegn á tveimur mánuðum, en það verður að vinna gegn færibandinu þar sem bækur sem dómínera frá upphafi eru tjakkaðar enn hærra, og restin er mestanpart komin í ruslið áður en desember hefst. Sem gerir það nánast ómögulegt fyrir yngri og óþekkta höfunda að ná máli. Meðan Arnaldur hefur sinn Steinþór Guðbjartsson á Morgunblaðinu til að fá fimm stjörnur í vöggugjöf. Ég á vin sem tók þetta bræðralag saman um daginn – 4.6 stjörnur að meðaltali frá S til A undanfarin tíu ár. Vel gert!“ Óttinn við að smita eða fá Covid Þegar blaðamaður hringdi fyrst í Steinar Braga kom upp símsvari sem fór með torkennilegar vangaveltur á ensku um eignarhald. Sem var gaman, eins langt og það náði. Steinar Bragi heldur því hins vegar fram að biðtónninn hjá Nova séu stöðugt að breytast. Síðast hafi hann frétt af Donnu Summer í móttökunni. „Ég er í bústað úti á landi að skrifa en til vara í sóttkví ef sá sem ég hitti á föstudag greinist jákvæður, en hann fær víst ekki að fara í test fyrr en á miðvikudag eða fimmtudag,“ segir Steinar Bragi. Sem á að hluta til að útskýra hvers vegna erfitt er að ná sambandi við hann. Auk furðulegs netpungs sem dettur út af og til. Steinar Bragi segir sjálfsmynd stéttarinnar ekki upp á marga fiska eftir erfiða varnarbaráttu; afætur á ríkisstyrk sem ná þó ekki framfærslu.Forlagið Hvar ertu í bústað? „Ég er á Mýrum í Borgarfirði, ef ég man rétt. Nálægt strönd. Kom hérna í svartamyrkri og varð andvaka eins og yfirleitt í nóvember og vaknaði í svartamyrkri. Líklega gæti ég allt eins verið í Grímsnesinu en það eru samt engin ljós sjáanleg hérna í kring frá öðrum bústöðum.“ Ertu mikill sumarbústaðamaður? Skrifar þú kannski fyrst og fremst í sumarbústað? „Ég skrifa hérumbil aldrei í sveit en stutt heimsókn til Íslands í febrúar lengdist vegna Covid og ég haldið mig við bústaðina, enda virðist ég hitta einhvern mögulega smitaðan aðra hverja viku og enda í sóttkví fjarri heimili mínu, enda vil ég engan smita. Það eru tvær gerðir af fólki: Þeir sem óttast að fá Covid, eða smita aðra af Covid.“ Og hvor tegundin ert þú? „Það er ofsögum sagt að ég sé hræddur um að smita eða deyja úr Covid, ég fer varlega af tillitssemi við eldra lifandi fólk í fjölskyldunni. Og vinir sem ég hitti fá gjarnan símtal meðan ég sit yfir þeim um að einhver í vinnunni hafi greinst og þá fylgi ég góðum siðum um að draga mig í hlé, en ég þurfti svosem á því að halda til að klára bók.“ Aldrei treysta horuðum kokki né kátum rithöfundi Eftir þetta kurteisislega snakk taldi blaðamaður vert að vaða beint í vélarnar og spyrja hreint út: Af hverju að skrifa – sem sagt, af hverju viltu vera rithöfundur? „Ég held að margt byrji að skrifa af því það er eitthvað að í lífi þess eða persónu, innbyggð skekkja sem reynt er að kasta á orðum til að skilja. En ætli útkoman sé ekki frekar að skekkjan aukist og því meiri sem skilningurinn á henni verður því flatari er skáldskapurinn. Það verða fáir hamingjusamir af þessu. Ég beini því til veitingahúsagesta að treysta ekki horuðum kokki og til lesenda að treysta ekki kátum höfundi. Eða til að vera nákvæmari: Þeir sem ná lengst er fólk sem nær að vera ærlega ruglaðra í lengri tíma en hinir en halda samt sem áður sæmilegum starfskröftum.“ Blaðamaður Vísis er hjartanlega sammála Steinari Braga, hann vill hafa sína kokka þriflega. Og þá er þetta sennilega rétt með kátu höfundana líka og best að vara sig á þeim. Steinar Bragi dvelur sem sagt þessa stundina í sumarbústað á Mýrum en þar áður var hann búsettur í Österbro í Kaupmannahöfn. Þar skildi hann öll sín föt eftir nema tvenn. Ef einhver sér honum bregða fyrir er hann í öðrum þeirra. En má þó ekki sjá sitthvað jákvætt við Covid-faraldurinn? Þið höfundar þurfið til dæmis ekki að standa í að koma fram á misskemmtilegum upplestrarkvöldum? „Jú, það eru augljóslega kostir við pláguna, sést til botns í Feneyjum og upplestrarkvöld hafa verið slegin af, og samkomur stofnana og fyrirtækja sem virðast alltaf vera fyrir hádegi. Ég hef ágætlega gaman af því að lesa fyrir fólk en myndi frekar vilja faðma það.“ Bjarni Ben er að vísu ekki appelsínugulur… Nýja bókin, Truflunin, er vísindaskáldsaga eða framtíðartryllir, af hverju það og hvað geturðu sagt mér um bókina? „Truflunin er um heim sem hefur klofnað í tvennt en er í samloðun á nokkurra ferkílómetra svæði í miðbænum. Agentar úr svokölluðum Umheimi eru sendir inn til að skoða hvað gerðist. Ég veit sjálfur full vel hvað gerðist en það tók mig hátt í þrjú ár. Klippa: Steinar Bragi - inngangur að lestri Ég skrifaði fyrst eina skáldsögu og svo aðra til að ná utan um þessa þriðju, sem reyndist á endanum vera Truflunin. En það er svo sem regla frekar en undantekning að ég hendi megninu af því sem ég skrifa. Uppúr miðjunni á þessu ferli hef ég sans fyrir því að afskrifa verk, og að það batni eftir því sem ég hendi meira út úr því.“ Verk þín eru myrk; ofbeldisfull og undir niðri er óhugnaður sem erfitt er að festa hendur á. Er þetta eitthvað sem þú leggur upp með meðvitað eða er þetta eitthvað sem bara kemur? „Ég veit það ekki, það hafa allir sitt áhugasvið. En ég vel mér ekki þemu og varla stefnu, ef ég ætla mér eitthvað ákveðið vantar yfirleitt í það lífið. Fyrsta eiginlega skáldsagan sem ég kláraði, Áhyggjudúkkur, varð til af því ég gafst upp á nokkrum öðrum sem allar vildu eitthvað en lágu dauðar. Konur var ekkert nema persóna að leggja andlit og líkama í vegg, svo óx utan um það bankakerfi og háhýsi. Ef ég ætti að giska held ég að það komi mér sífellt á óvart hvað heimurinn er í raun iðandi af kúgun og óréttlæti og viðbjóði og hvað er auðvelt að venjast því. Það eina sem maður eins og Trump hefur gert er að framandgera það, af því hann er appelsínugulur. Bjarni Ben er ekki appelsínugulur en samt hefur honum tekist að drepa nokkur hundruð manns með fjársveltu heilbrigðiskerfi.“ Af hverju spyr enginn velviljuðu höfundana? Atferlisfræðin gerir ráð fyrir því að menn séu afsprengi umhverfis síns, má þá gera því skóna að þetta sé svona sem þú upplifir veröldina – Reykjavík, sem hefur nú oftast verið þitt sögusvið? „Lífsreynsla fólksins í kringum mig hefur bara oft verið rækilega myrk og það sem mótar það og breytir eða eyðileggur byrjar þar. Bækur sem leggja upp í birtu og framleiða örlítinn lífsháska af annars velviljuðum höfundi, og sigla okkur svo í fyrirframgefna góða höfn, þær eru bara of margar, er það ekki? Litlu er til kostað og lítið finnst. Af hverju spyr enginn ómyrkari höfunda hvernig þeir nenna þessu?“ spyr Steinar Bragi. Steinar Bragi er nú staddur í sumarbústað á Mýrum í Borgarfirði, einskonar flóttamaður frá Covid.Forlagið Blaðamaðurinn býður ekki uppá nein svör við þeirri spurningu, kann ekki einu sinni að skammast sín heldur spyr á mótihvað hann vilji að fólk taki út úr verkum hans, ef eitthvað? Er hægt að tala um einhvern boðskap? „Kjarninn í öllum sögum er óljós en afgerandi sans fyrir því að útkoman á því sem við ætlum okkur verði allt önnur. Að við gerum okkar ítrasta við að krækja í smá hamingju en henni sé slegið á frest frá einu augnabliki til annars. Það er hægt að tjá þetta í öllum mögulegum miðlum og verður alltaf gert, ef fólk finnur það ekki í skáldskap leitar það annað. En ég hef trú á að bækur geri það betur.“ Vanmat á Zuckerberg Við leitina að Steinari Braga komst blaðamaður að því að hann er hvergi að finna á samfélagsmiðlum og því liggur beint við að spyrja hvers vegna það sé? „Það hvarflaði aldrei að mér að byrja, raunverulega. Ég hélt að engin sem ég þekkti hefði áhuga og þegar öll voru komin inn fannst mér bjánalegt að gera eins og öll hin. Þetta var mikið vanmat hjá mér á Zuckerberg. Löngu seinna varð þetta augljóslega pólitískt og prinsipplegra, maður skiptir ekkert á glerperlum og gullunum sínum. Ég er samt alltaf undir eftirliti á gmail ef fólk vill deila einhverju með mér.“ Erum við undir eftirliti? Hver er að ritskoða þetta? Hver er að fylgjast með? „Internetið er hannað af bandaríska hernum sem eftirlits- og stýritæki alveg frá jarðhæðinni og upp. Það er aldrei prívat og átti ekki að vera, hvort sem þú notar Tor eða Chrome. Það er ástæða fyrir því að Kínverjar hafa sitt aflokaða kerfi, önnur en þeirra eigin ritskoðun. Það hljóma allir soldið nöttaralega við að ræða þetta en endilega leyfum okkur það. Það skiptir máli hver er inni í stofu hjá okkur.“ Klippa: Steinar Bragi - lestur Steinar Bragi er hér á heimavelli því Truflunin fjallar meðal annars um þessa þætti tilverunnar. „Ef við gleymum hernaðarlegu samhengi gagnanna sem eru eimuð úr okkur, og hvort eða hvenær Pentagon vill breyta stemningu þessarar eða hinnar þjóðarinnar, þá ættum við bara aldrei að venjast því að vera undir eftirliti. Ég held það hafi frystandi áhrif á allar manneskjur og sjálfsvitund þeirra og sköpunargáfu að finnast þær vera undir eftirliti. Fyrstu mótmælin gegn Arpanetinu, forvera Internetsins, voru haldin í Princeton árið 1969 ef ég man rétt. Fyrir hálfri öld! Þau sem mótmæltu sáu þetta sem einfalda baráttu fyrir því að vera látin í friði, sjálfsögðum rétti á einkalífi, takmörkun á valdi sem er ekki lýðræðislegt.“ Flokkakerfið hefur gert vel við sjálft sig Er þá komið að næstu lotu, þeirri fjórðu í þessu höfundatali en í millitíðinni fór blaðamaðurinn hálfgerða fýluferð niður í héraðdóm. Til stóð að fylgjast með aðalmeðferð í máli Eiríks á Ómega, sem sakaður er um peningaþvætti og stórkostleg skattsvik. En þegar til kastanna kom var þar verið að fjalla um frávísunarkröfu Eiríks. Maður fer gjarnan á mis við hitt og þetta; þarna sigldu meint skattsvik og sjálft almættið hjá í einu og sama skipinu. Skellur. Þá liggur beint við að spyrja Steinar Braga hvort hann sé trúaður? „Ég er alinn upp við spíritisma, losaralega kristni býst ég við, eins og flestir Íslendingar. Þegar kemur að af eða á með guðdóminn og æðra samhengi alls, held ég að ekkert okkar hafi hugmynd. Kennisetningar kristninnar eru jafn mikið gisk og hinna sem smætta okkur niður í heimsmynd sem felur í sér að við séum „bara“ dýr, bara litningaferjur, tilviljanakennd samröðun. Hvað eru dýr? Hvað er tilviljun? Á endanum er það mikil og falleg mystería að alheimurinn sé yfirhöfuð til, það er gott að vera opin fyrir því.“ Þú nefndir það fyrr í þessum samtölum okkar að Bjarni Ben væri að vísu ekki appelsínugulur en … ertu pólitískur? Er flokkasystemið kannski frekar lélegt leikrit sem sett er upp gagngert til að telja fólki trú um að það búi við lýðræði þegar ekkert slíkt er í boði? „Flokkakerfið hefur að minnsta kosti gert vel við sjálft sig. Mér sýnist líka allir flokkarnir hafa lært tungumál frjálshyggjunnar, sem hefur verið innleidd markvisst á landinu síðan í eitís. Það er gefið að Sjálfstæðismenn lifa í öfga-hugmyndafræði en hinir flokkarnir tala orðið gott búktal. Íslenskt samfélag brann og hrundi út af þessum hugmyndum. Steinar Bragi segist vera frambærilegur í Tetris en helsta áhugamálið verður að teljast lestur, sem þó er ekkert áhugamál.Forlagið Við ættum öll að vinna markvisst gegn gildismati og tungumáli frjálshyggjunnar og mér sýnist ekkert pólitískt afl á landinu kunna það eða gera það af neinum hita nema nýja verkalýðshreyfingin, Efling og VR.“ Ef þú hefur ekkert að segja hættu þá Hver er staða rithöfundarins í samfélaginu? Plató taldi listamenn til óþurftar í sínu fyrirmyndarríki, væntanlega þá vegna þess að engin þörf væri fyrir þá og/eða að þeir væru hættulegir. Myndu raska hinni ídeal ró og þá bæri að banna. Hefur sú staða breyst sé horft til nútíðar og hvernig þá? „Staða rithöfundar í samfélagi? Að halda sig í jaðrinum og horfa inn. Forðast hagsmunabandalög og óheiðarleika og hvers kyns pragmatisma. Vera samviska menningarinnar. Reyna það að minnsta kosti. Þetta ætti að vera meiri köllun en starf. Og ef þú hefur ekkert að segja, hættu þá.“ Já, segðu. Í framhaldi af því, hvað finnst þér um kollega þína í rithöfundastétt sem hóp? Eru þeir of glaðir, of lítilþægir eða bara mátulegir? „Ég ber ómælda virðingu fyrir öllum sem skapa list, hvort sem hún heppnast eða ekki. Það krefst ómælds hugrekkis og þolgæðis að helga lífi sínu einhverju sem líklegast reynist vera misheppnuð atlaga, og gera það svo aftur og aftur þar til eitthvað almennilegt verður til – úr engu. Og gæti breytt öllu. Það má hlæja að því líka. Ég held samt að í dag hefðu íslenskir höfundar gott af því að þenja sig eilítið meira og skilja að menning sé í grunninn umsagnarnalaus og hol að innan án þeirra. Eftir tíu ár af varnarsigrum yfir listamannalaunum þar sem hver króna er talin oní okkur – í samhengi við skort á sjúkrarúmum á landsbyggðinni – er sjálfsmynd stéttarinnar ekki beysin; afætur á ríkisstyrk sem ná þó ekki framfærslu. Gistibústaðir rithöfundasambandsins eru smáir og saggalyktandi kofar, sambandið niðurgreiðir ekki einu sinni líkamsræktarkort. Fólk missir áhugann.“ Besta leiðin til að fjármagna lestur eru skriftir Þá verður að leggja eina alveg klassíska spurningu fyrir þig í lok þessarar lotu: Hvaða höfundar hafa haft mest áhrif á þig? Eru einhverjir áhrifavaldar? „Thomas Mann og Töfrafjallið. Absólút. Bragi Ólafsson. Hallgrímur árið 1999. Kristín Eiríksdóttir. Bergþóra Snæbjörns. Bragi Páll. Vinir mínir. Bíómyndir.“ Þegar þarna var komið sögu kom upp áhyggjuefni sem snerist um að hæpið var að hægt væri að senda Villa ljósmyndara á fund Steinars Braga í bústað sem hann minnti að væri á Mýrum. Í viðleitni sinni til að bjarga málum fann Steinar Bragi til af sér gamla mynd í síma sínum, sennilega frá 2014 þar sem hann var við veiðar ásamt Bergsveini Birgissyni. Rithöfundarnir Bergsveinn og Steinar Bragi við Silungsveiðar fyrir mörgum herrans árum.Úr einkasafni Nei, hún mun sennilega ekki duga sem myndskreyting við heilt viðtal. Það verður að leita annarra leiða. Finnst þér gaman að veiða? „Ég fer stundum að veiða á sumrin, ef einhver nennir með. Það er róandi ef veiðin er lítil. Ég fór sjö sinnum í Úlfljótsvatn í sumar og fékk ekki neitt en þá hafði ég ekki lengur tíma fyrir það.“ En eru einhver önnur áhugamál sem þú fæst við? „Ég er frambærilegur í Tetris á netinu, í þeirri útgáfu þar sem keppt er við aðra, línur hreinsaðar og sendar á aðra spilara. Ef ég er á ferðalagi spila ég Pokemon Go. Annars er vinnan áhugamál, þótt hún sé það auðvitað alls ekki. Segjum að það sé lestur, besta leiðin til að fjármagna lestur er skriftir.“ Öll stödd í miðju blússandi landnámi Sílíkondalsins Varðandi Truflunina, auðvitað er ekki við hæfi að spyrja höfund um merkingu verka sinna, svör eru einskis virði fyrir lesendur ef þeir finna þau ekki fyrir sig sjálfir innan þess túlkunarrýmis sem gefa listaverkum vigt og vægi, en mig langar samt að syndga uppá náðina: Nefnd hafa verið einhverskonar líkindi milli Truflunarinnar og The Heart of Darkness eftir J. Conrad. Er það eitthvað sem þú myndir kvitta uppá? Hafði sú bók áhrif á þig við gerð Truflunarinnar? „Það er langt síðan ég leit í Heart of Darkness og ég veit það ekki. Jú ætli upplagið að framvindunni sé ekki svolítið líkt, þótt það hafi ekki verið planið. Segjum að Truflunin sé Heart of Darkness skrifuð frá sjónarhóli innfæddra, við erum auðvitað öll stödd í miðju blússandi landnámi Sílíkondalsins á innviðum okkar, óspurð og undrandi, lærum framandi siði stafrænunnar og hámörkum allt sem okkur er sagt að við séum. Steinar Bragi býsna brattur einhvers staðar í útlöndum. Nú veit hann vart hvort er dagur eða nótt í bústað á Mýrum þar sem hann fæst nú við að skrifa leikrit um par í kjarnorkusvepp.Forlagið Eins og Zuboff myndi orða það en betur. Kannski sakna ég bara miðalda. Himinninn var víst úr kristal, mild birta guðdómsins lék um veröldina og meðalaldurinn var fertugt, kannski við ættum ekkert að verða eldri? Til að gera hvað?“ Væri of niðurlægjandi að fá bókmenntaverðlaunin núna Þú ert við skriftir í sumarbústað og í hverju ertu að vinna? „Ég er að skrifa leikrit uppí bústað, sama leikrit og ég komst ekki áfram með fyrir sjö árum síðan. Um par sem býr í kjarnorkusvepp. Það er að vera trend að ég spreyti mig á því á milli bóka, ef þær verða fleiri, ég hef yfirleitt enga hugmynd um hvað ég ætti að gera næst.“ Ef þú fengir Íslensku bókmenntaverðlaunin núna, fyrir Truflunina, myndi það skipta þig miklu og hverju þá helst, myndi þakkarávarpið á Bessastöðum verða langt og um hvað myndi það fjalla? (Hér býðst einstakt tækifæri til að þjófstarta seremóníunni?) „Það yrði ívið niðurlægjandi að fá þessi verðlaun. Svo margir af vinum mínum hafa fengið þau nú þannig að þegar röðin kæmi að mér yrði það bara til að undirstrika hversu seint það gerðist. Mér sýnist fólk líka verða stressað af þessu. Ég hefði viljað fá þau 27 ára gamall en í dag yrði ég líklega að hafna þeim.“
Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira