400 milljónir til kaupa á 550 þúsund skömmtum af bóluefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 23:30 Ríkisstjórnin kynnti nýverið aðgerðaáætlun vegna viðspyrnu fyrir Ísland vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Stór hluti þeirra viðbótarútgjalda sem gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi til fjáraukalaga er til kominn vegna heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fjárheimildir verði auknar samtals um rúma 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í dag. Gert er ráð fyrir ríflega 55 milljarða aukningu vegna svokallaðra COVID-útgjalda og tæpum tíu milljörðum vegna annarra útgjalda. Samtals má rekja um það bil 93% af heildaraukningu fjárheimilda á árinu til beinna eða afleiddra áhrifa af heimsfaraldrinum. Í þessu fimmta frumvarpi til fjáraukalaga sem komið hefur til kasta alþingis á árinu munar mestu um rúma 44 milljarða króna vegna vinnumarkaðsaðgerða og þá um aukin framlög til reksturs heilbrigðisstofnana sem staðið hafa í framlínunni. Meðal þess sem lagt er til í frumvarpinu er 400 milljóna króna fjárheimild vegna kaupa á bóluefni gegn covid-19. Talið er að einstaklingar þurfi tvo skammta af bóluefninu og gera þarf því ráð fyrir að þörfin fyrir bóluefni á Íslandi, ef miðað er við að bólusetja þurfi 75% þjóðarinnar með tveimur skömmtum, sé um 550 þúsund skammtar af bóluefni, að því er lesa má úr frumvarpinu. Búist er við að hver skammtur muni kosta um fjórar evrur, eða sem nemur um það bil 645 krónum, en við það bætist flutningskostnaður og önnur gjöld. Þá er lögð til 46 milljóna króna hækkun vegna samstarfsverkefnis um lyfjakaup sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í en verkefnið er liður í því að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við covid-19. „Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 m.kr., sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni,“ segir í frumvarpinu en þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á hundrað þúsund skömmtum af bóluefni. Þar að auki er gert ráð fyrir 500 milljóna aukaframlagi á málasviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu vegna þróunar bóluefnis og jafns aðgengis ríkja óháð greiðslugetu þeirra með það að leiðarljósi að tryggja öllum jarðarbúum aðgengi að bóluefni. Þar af renna 250 milljónir til þróunar bóluefna en hinar 250 milljónirnar renna til Alþjóðaónæmisaðgerðasjóðsins sem sér um forkaupsrétt og dreifingu bóluefnis til þróunarríkja. Auknar fjárheimildir vegna ófyrirséðs kostnaðar í heilbrigðiskerfinu Alls er gert ráð fyrir að fjárheimild vegna málaflokks um sjúkrahúsþjónustu verði aukin um rúma fjóra milljarða sem að mestu leyti má rekja til ófyrirséðs kostnaðar vegna heimsfaraldurs covid-19. Má þar til að mynda nefna kostnað vegna launahækkana vegna aukins álags, bakvarðasveitar, veiruskimunarprófa og innkaupa á ýmsum búnaði og áhöldum sem og vegna framlengingar vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Þá er jafnframt gert ráð fyrir ríflega 1,8 milljarða aukningu fjárheimilda til málefnasviðs heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, á það til að mynda við um heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og hjúkrun og sjúkraflutninga. Þá má nefna að fjárheimild vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu stendur til að hækka um 813 milljónir, meðal annars til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna covid-19 á hjúkrunarheimilum. RÚV fær 55 milljónir til viðbótar Gert er einnig ráð fyrir því í frumvarpinu að Ríkisútvarpið fái ríflega 55 milljóna viðbótarfjárveitingu „vegna aukins kostnaðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins,“ líkt og það er orðað í greinagerð með frumvarpinu. Þá er lagt til að embætti ríkislögreglustjóra fái tæpar 553 milljónir í aukið framlag til að mæta kostnaði vegna heimsfaraldursins og lögregluembætti um landið fái rúmar 155 milljónir til viðbótar svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra þátta sem lagðir eru til með frumvarpinu eru hækkun fjárveitinga til Landsréttar til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum síðan í mars í fyrra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um ólögmæta skipun dómara við réttinn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Lagt er til að fjárheimildir verði auknar samtals um rúma 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í dag. Gert er ráð fyrir ríflega 55 milljarða aukningu vegna svokallaðra COVID-útgjalda og tæpum tíu milljörðum vegna annarra útgjalda. Samtals má rekja um það bil 93% af heildaraukningu fjárheimilda á árinu til beinna eða afleiddra áhrifa af heimsfaraldrinum. Í þessu fimmta frumvarpi til fjáraukalaga sem komið hefur til kasta alþingis á árinu munar mestu um rúma 44 milljarða króna vegna vinnumarkaðsaðgerða og þá um aukin framlög til reksturs heilbrigðisstofnana sem staðið hafa í framlínunni. Meðal þess sem lagt er til í frumvarpinu er 400 milljóna króna fjárheimild vegna kaupa á bóluefni gegn covid-19. Talið er að einstaklingar þurfi tvo skammta af bóluefninu og gera þarf því ráð fyrir að þörfin fyrir bóluefni á Íslandi, ef miðað er við að bólusetja þurfi 75% þjóðarinnar með tveimur skömmtum, sé um 550 þúsund skammtar af bóluefni, að því er lesa má úr frumvarpinu. Búist er við að hver skammtur muni kosta um fjórar evrur, eða sem nemur um það bil 645 krónum, en við það bætist flutningskostnaður og önnur gjöld. Þá er lögð til 46 milljóna króna hækkun vegna samstarfsverkefnis um lyfjakaup sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í en verkefnið er liður í því að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við covid-19. „Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 m.kr., sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni,“ segir í frumvarpinu en þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á hundrað þúsund skömmtum af bóluefni. Þar að auki er gert ráð fyrir 500 milljóna aukaframlagi á málasviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu vegna þróunar bóluefnis og jafns aðgengis ríkja óháð greiðslugetu þeirra með það að leiðarljósi að tryggja öllum jarðarbúum aðgengi að bóluefni. Þar af renna 250 milljónir til þróunar bóluefna en hinar 250 milljónirnar renna til Alþjóðaónæmisaðgerðasjóðsins sem sér um forkaupsrétt og dreifingu bóluefnis til þróunarríkja. Auknar fjárheimildir vegna ófyrirséðs kostnaðar í heilbrigðiskerfinu Alls er gert ráð fyrir að fjárheimild vegna málaflokks um sjúkrahúsþjónustu verði aukin um rúma fjóra milljarða sem að mestu leyti má rekja til ófyrirséðs kostnaðar vegna heimsfaraldurs covid-19. Má þar til að mynda nefna kostnað vegna launahækkana vegna aukins álags, bakvarðasveitar, veiruskimunarprófa og innkaupa á ýmsum búnaði og áhöldum sem og vegna framlengingar vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Þá er jafnframt gert ráð fyrir ríflega 1,8 milljarða aukningu fjárheimilda til málefnasviðs heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, á það til að mynda við um heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og hjúkrun og sjúkraflutninga. Þá má nefna að fjárheimild vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu stendur til að hækka um 813 milljónir, meðal annars til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna covid-19 á hjúkrunarheimilum. RÚV fær 55 milljónir til viðbótar Gert er einnig ráð fyrir því í frumvarpinu að Ríkisútvarpið fái ríflega 55 milljóna viðbótarfjárveitingu „vegna aukins kostnaðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldursins,“ líkt og það er orðað í greinagerð með frumvarpinu. Þá er lagt til að embætti ríkislögreglustjóra fái tæpar 553 milljónir í aukið framlag til að mæta kostnaði vegna heimsfaraldursins og lögregluembætti um landið fái rúmar 155 milljónir til viðbótar svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra þátta sem lagðir eru til með frumvarpinu eru hækkun fjárveitinga til Landsréttar til að mæta launakostnaði vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum síðan í mars í fyrra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um ólögmæta skipun dómara við réttinn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira