Þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 20:39 Aðdáendur um allan heim hafa minnst Maradona í dag. Getty/Ivan Romano Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir fráfall knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona. Aðdáendur Maradona í Argentínu og um víða veröld hafa syrgt kappann frá því að fréttir bárust af andláti hans í dag. Alberto Fernandes, forseti Argentínu, er meðal þeirra fjölmörgu sem minnast hans í dag. „Þú lyftir okkur á hæstu tinda veraldar og færðir okkur ómælda hamingju. Þú varst mestur allra. Takk fyrir að hafa verið með okkur Diego. Við söknum þín úr lífi okkar,“ skrifaði Fernandes á Twitter. Í Argentínu hefur Maradona löngum verið hylltur sem „El Dios“ eða „Guðinn.“ Á götum Buenos Aires hefur í dag víða mátt sjá kveðjur og minningarorð um kappann og mátti sjá orðin „Takk Diego“ víða á skiltum lestarstöðva. Fráfall knattspyrnuhetjunnar virðist snerta argentínsku þjóðina djúpt en blaðamaðurinn Guillermo Andino komst við er hann greindi frá andláti Maradona í sjónvarpinu í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Guillermo Andino somos todos dando la noticia del Diego Maradona, sea que lo que sea que te haya generado su vida pública pasa a ser un icono de la frase vivió como quiso como el Comandante Fort. pic.twitter.com/MHSqQc5ZAO— Matías Schrank (@MatiasSchrank) November 25, 2020 Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir fráfall knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona. Aðdáendur Maradona í Argentínu og um víða veröld hafa syrgt kappann frá því að fréttir bárust af andláti hans í dag. Alberto Fernandes, forseti Argentínu, er meðal þeirra fjölmörgu sem minnast hans í dag. „Þú lyftir okkur á hæstu tinda veraldar og færðir okkur ómælda hamingju. Þú varst mestur allra. Takk fyrir að hafa verið með okkur Diego. Við söknum þín úr lífi okkar,“ skrifaði Fernandes á Twitter. Í Argentínu hefur Maradona löngum verið hylltur sem „El Dios“ eða „Guðinn.“ Á götum Buenos Aires hefur í dag víða mátt sjá kveðjur og minningarorð um kappann og mátti sjá orðin „Takk Diego“ víða á skiltum lestarstöðva. Fráfall knattspyrnuhetjunnar virðist snerta argentínsku þjóðina djúpt en blaðamaðurinn Guillermo Andino komst við er hann greindi frá andláti Maradona í sjónvarpinu í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Guillermo Andino somos todos dando la noticia del Diego Maradona, sea que lo que sea que te haya generado su vida pública pasa a ser un icono de la frase vivió como quiso como el Comandante Fort. pic.twitter.com/MHSqQc5ZAO— Matías Schrank (@MatiasSchrank) November 25, 2020
Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira