Erlent

Stærsta fréttaveita Danmerkur liggur niðri eftir netárás

Kjartan Kjartansson skrifar
Ritzau er ein helsta fréttaveita Danmerkur en hún hefur verið starfandi frá árinu 1866.
Ritzau er ein helsta fréttaveita Danmerkur en hún hefur verið starfandi frá árinu 1866. Vísir/Getty

Danska fréttaveitan Ritzau liggur enn niðri eftir að stjórnendur hennar neituðu að verða við kröfum tölvuþrjóta sem læstu gögnum hennar og kröfðust lausnargjalds í gær. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á tölvuinnbrotinu.

Lars Vesterløkke, forstjóri Ritzau, segir AP-fréttaveitunni að hann viti ekki hver þrjótarnir krefjast í lausnargjald vegna þess að fyrirtækið hafi ekki opnað skrá sem þeir skildu eftir með kröfum sínum að ráði öryggisráðgjafa.

Um fjórðungur netþjóna fréttaveitunnar voru skemmdir í tölvuinnbrotinu og liggur ritstjórnarkerfi þess því niðri. Veitan hefur leitað aðstoðar netöryggisfyrirtækis og tryggingafélags síns til þess að ná gögnum sínum úr greipum þrjótanna.

Því verður fréttaveitan, sem sér dönskum fjölmiðlum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir ljósmyndum og fréttum, áfram lokuð í að minnsta kosti einn dag í viðbót. Hún veitir nú neyðarþjónustu í gegnum sex bloggsíður á meðan unnið er að því að opna fyrir aðgang að gögnum hennar.

„Fari þetta að vonum gætum við komist smám saman í eðlilegt horf á fimmtudag,“ segir Vesterløkke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×