Ungu fólki í foreldrahúsum fjölgar mikið í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 15:19 Atvinnuleysi er nú útbreiddara á meðal fólks á aldrinum 18-24 ára og virðast því fleiri lenda í foreldrahúsum. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði. Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira