Haukur Helgi jákvæður á ný og missir af landsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 13:16 Haukur Helgi Pálsson er enn með kórónuveiruna og missir því að landsleikjum Íslands á morgun og á laugardaginn. KKÍ/FIBA Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson fær ekki leyfi til þess að spila með íslenska körfuboltalandsliðinu í leikjunum tveimur í FIBA búbblunni í Slókvakíu. Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Haukur Helgi Pálsson sé ennþá með kórónuveiruna og megi því ekki koma til móts við íslenska hópinn. Haukur Helgi Briem Pálsson greindist aftur jákvæður í seinni skimun sinni sem nauðsynlegt var að taka fyrir brottför hans til íslenska hópsins. Ferðalag hans var á dagskránni seinni partinn í dag. Það þýðir einfaldlega að hann missir af leikjunum tveim í þessum landsliðsglugga þar sem ekki er tími og rúm fyrir frekari skimanir og ferðalög samkvæmt reglum FIBA. Haukur Helgi hafði greinst neikvæður og með mótefni í blóðprufu, en því miður eru þetta nýjustu fréttirnar eins og áður segir í morgun, úr prufu sem tekin var í gær. Vonir stóðu til að hún yrði aftur neikvæð. Haukur Helgi, sem leikið hefur 68 landsleiki fyrir Ísland, hefur verið að spila vel með Andorra í efstu deild á Spáni og var hópurinn spenntur að fá hann til liðs við sig. Íslenska liðið er áfram staðráðið í að sækja tvo sigra í leikjunum tveim og eru 12 leikmenn klárir í slaginn úti. Allir sem þar eru, leikmenn og fararteymi, voru skimaðir í gær þriðjudag og komu allir neikvæðir í þeirri skimun. Ein breyting verður því á liðsskipan Íslands fyrir leikina tvo, Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í liðið fyrir Hauk Helga, en hann er hluti af 13 manna hópnum sem var skipaður fyrir leikina tvo. Strákarnir og starfslið sendu Hauki Helga sínar bestu kveðjur frá Bratislava og segjast ætla að berjast fyrir hann og land og þjóð í leikjunum framundan. Með góðum úrslitum getur íslenska liðið styrkt stöðu sína í riðlinum sem klárast svo í febrúar 2021 en þá verða það tvö efstu liðin fara áfram í næstu umferð keppninnar. Körfubolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson fær ekki leyfi til þess að spila með íslenska körfuboltalandsliðinu í leikjunum tveimur í FIBA búbblunni í Slókvakíu. Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Haukur Helgi Pálsson sé ennþá með kórónuveiruna og megi því ekki koma til móts við íslenska hópinn. Haukur Helgi Briem Pálsson greindist aftur jákvæður í seinni skimun sinni sem nauðsynlegt var að taka fyrir brottför hans til íslenska hópsins. Ferðalag hans var á dagskránni seinni partinn í dag. Það þýðir einfaldlega að hann missir af leikjunum tveim í þessum landsliðsglugga þar sem ekki er tími og rúm fyrir frekari skimanir og ferðalög samkvæmt reglum FIBA. Haukur Helgi hafði greinst neikvæður og með mótefni í blóðprufu, en því miður eru þetta nýjustu fréttirnar eins og áður segir í morgun, úr prufu sem tekin var í gær. Vonir stóðu til að hún yrði aftur neikvæð. Haukur Helgi, sem leikið hefur 68 landsleiki fyrir Ísland, hefur verið að spila vel með Andorra í efstu deild á Spáni og var hópurinn spenntur að fá hann til liðs við sig. Íslenska liðið er áfram staðráðið í að sækja tvo sigra í leikjunum tveim og eru 12 leikmenn klárir í slaginn úti. Allir sem þar eru, leikmenn og fararteymi, voru skimaðir í gær þriðjudag og komu allir neikvæðir í þeirri skimun. Ein breyting verður því á liðsskipan Íslands fyrir leikina tvo, Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í liðið fyrir Hauk Helga, en hann er hluti af 13 manna hópnum sem var skipaður fyrir leikina tvo. Strákarnir og starfslið sendu Hauki Helga sínar bestu kveðjur frá Bratislava og segjast ætla að berjast fyrir hann og land og þjóð í leikjunum framundan. Með góðum úrslitum getur íslenska liðið styrkt stöðu sína í riðlinum sem klárast svo í febrúar 2021 en þá verða það tvö efstu liðin fara áfram í næstu umferð keppninnar.
Körfubolti Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira