Spá því að veturinn gangi í garð með látum annað kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 20:30 Það er snjókoma í kortunum. Vísir/Vilhelm „Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður. Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður.
Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13
Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21