Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2020 14:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira