Yfirjólasveinninn vill að sem flestir baki fyrir jólin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2020 21:05 Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Vísir/Tryggvi Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól. Það styttist í jólin og eru jólaþyrstir gestir jólagarðsins farnir að næla sér í jólavörur, þrátt fyrir að kórónuveirutakmarkanir gildi þar eins og annars staðar. Ýtrustu reglum er fylgt, en á jólalegan hátt. „Í jólagarðinum sjálfum erum við með snjókorn sem við biðjum fólk að taka þegar það kemur inn. Það hanga bara tíu úti og það gefur auga leið þegar þau eru öll farin af snaganum þá má ekki hleypa fleirum inn í bili. Svo sótthreinsum við kornin og setjum fram þegar einhver gestur fer, þannig höldum við þessum tíu inni,“ segir Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Jólagarðurinn var kominn í jólabúninginn þegar fréttamaður leit á svæðið, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Þetta er svona pínulítið póstkort. Og þá er ekki annað en að biðja fólkið um að koma út, staldra smástund við og njóta þess að vera stödd í póstkortinu,“ segir Benedikt. Og þessi jólin ætlar fjölskylda Benedikts að skreyta eigið heimili og baka langt á undan áætlun, hann hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama „Við vonumst til þess að það verði svo mikið að gera í desember að við ætlum núna eftir helgina áður en lokaspretturinn hefst og fara heim og skreyta sjálf og gera smákökur. Nú hvet ég bara alla sem hafa áhuga og ekki áhuga að fara í smákökubakstur, það er tími til þess núna. Það ætlar enginn vera að sperra sig neitt. Bara heim og baka, það geta allir bakað og ef það mistökst þá bara byrja aftur, ekkert vesen.“ Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Yfirjólasveinninn í jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit hvetur landsmenn alla til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól. Það styttist í jólin og eru jólaþyrstir gestir jólagarðsins farnir að næla sér í jólavörur, þrátt fyrir að kórónuveirutakmarkanir gildi þar eins og annars staðar. Ýtrustu reglum er fylgt, en á jólalegan hátt. „Í jólagarðinum sjálfum erum við með snjókorn sem við biðjum fólk að taka þegar það kemur inn. Það hanga bara tíu úti og það gefur auga leið þegar þau eru öll farin af snaganum þá má ekki hleypa fleirum inn í bili. Svo sótthreinsum við kornin og setjum fram þegar einhver gestur fer, þannig höldum við þessum tíu inni,“ segir Benedikt Ingi Grétarsson, yfirjólasveinn. Jólagarðurinn var kominn í jólabúninginn þegar fréttamaður leit á svæðið, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Þetta er svona pínulítið póstkort. Og þá er ekki annað en að biðja fólkið um að koma út, staldra smástund við og njóta þess að vera stödd í póstkortinu,“ segir Benedikt. Og þessi jólin ætlar fjölskylda Benedikts að skreyta eigið heimili og baka langt á undan áætlun, hann hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama „Við vonumst til þess að það verði svo mikið að gera í desember að við ætlum núna eftir helgina áður en lokaspretturinn hefst og fara heim og skreyta sjálf og gera smákökur. Nú hvet ég bara alla sem hafa áhuga og ekki áhuga að fara í smákökubakstur, það er tími til þess núna. Það ætlar enginn vera að sperra sig neitt. Bara heim og baka, það geta allir bakað og ef það mistökst þá bara byrja aftur, ekkert vesen.“
Jól Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira