Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:24 Ólafur Samúelsson, formaður Félags íslenskra öldrunarlækna. Vísir/vilhelm Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. Vandamál tengd starfsemi Landakotsspítala muni þannig ekki leysast með nýjum Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var í gær og undirrituð er af formanni, Ólafi Samúelssyni. Vísað er til þess að í umfjöllun um málefni Landakotsspítala undanfarnar vikur, þar sem varð alvarleg hópsýking kórónuveirunnar í október, hafi komið fram athugasemdir sem „bent gætu til þess að vandamál tengd starfseminni leysist með nýjum Landspítala“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur til að mynda sagt að staðan á Landakoti undirstriki þörfina á nýja spítalanum. FÍÖ segir að það sé „því miður ekki svo“ að nýi spítalinn leysi vandann. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar m.a. öldrunarlækna á síðustu tveimur áratugum vegna hönnunar nýs spítala á Hringbrautarlóðinni er ekki gert ráð fyrir starfsemi öldrunarlækningadeilda,“ segir í ályktun félagsins. Nútímasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum aldraðra Bent er á að samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun fjöldi Íslendinga eldri en 70 ára rúmlega tvöfaldast á næstu 30 árum, úr rúmlega 35.000 2020 í 75.641 (miðspá) árið 2050. Hlutfallslega mest aukning verði í elstu aldurshópunum. Þörf sé á breiðri nálgun; til dæmis fjölbreyttum lausnum í heilsueflingu, heimaþjónustu og endurhæfingu, til að mæta þörfum vaxandi hóps eldra fólks. Ekkert af þessu muni þó koma í veg fyrir að aldraðir þurfi að leita sjúkrahúsa í bráðum veikindum. Bent er á að bráð veikindi hjá eldri einstaklingum með marga samverkandi sjúkdóma einkennist gjarnan af afturför á fjölmörgum sviðum. „Sérgreinaskipting eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsum undanfarna áratugi hentar illa þörfum fjölveikra aldraðra. Nútíma bráðasjúkrahús þarf að geta mætt þörfum þessa hóps með þverfaglegri nálgun og sérhæfingu öldrunalækninga og viðeigandi endurhæfingu í kjölfar veikinda. Það er misskilningur að síður sé þörf á svokallaðri hátækninálgun í sjúkrahúsþjónustu eldri einstaklinga,“ segir í ályktun félagsins. Greiður aðgangur að nútíma myndgreiningarrannsóknum, lífeðlisfræðilegum rannsóknum og nálægð við aðrar sérgreinar nýtist þessum hópi ekki síður en öðrum til að greina undirliggjandi vanda og auðvelda rétta einstaklingsbundna meðferð. FÍÖ kalli því eftir stefnu um framtíð öldrunarlækninga á Landspítalanum. „Sömuleiðis að framtíðarsýn sé um að húsnæði og þjónusta tengd nýjum spítala þjóni þörfum vaxandi fjölda aldraðra sem þangað munu leita.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01 Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur Formaður Landssambands eldri borgara segir að fleiri hjúkrunarrými væru í boði ef framkvæmdasjóður aldraðra hefði verið nýttur í uppbyggingu þeirra, líkt og reglur kveða á um. 19. nóvember 2020 12:01
Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn. 18. nóvember 2020 22:53