Lífið

Stuðningsmenn Trump „slá í gegn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndbandið er að slá rækilega í gegn. 
Myndbandið er að slá rækilega í gegn. 

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt.

Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum.

Endurtalning er einmitt orð sem stuðningsmenn Trump hafa mikið notað undanfarna daga.

Nú er ljóst að Trump hefur tapað en fjölmargir stuðningsmenn Donalds Trump hafa undanfarnar tvær vikur stigið fram í fjölmiðlum og krafist þess að endurtalning fari fram í ákveðnum ríkjum, og alls ekki öllum.

Á Twitter gengur myndband eins og eldur í sinu þar sem sjá má fréttamann ræða við tvo stuðningsmenn Trump og krefjast þeir að endurtalningu í sumum ríkjum og að talning verði hætt í öðrum. Í raun bara hvernig það henti Donald Trump og hans möguleikum í kosningunum.

Áhorfendur eru hvattir til að horfa á myndbandið til enda. Því þar segir einn þeirra að Donald Trump sé snillingur eða á enskunni genius. Einn þeirra segir að það sé ástæðan fyrir því að Donald Trump beri millinafnið John, sem sagt jenius með joði.

Hér er að neðan má sjá þetta umrædda myndband sem er heldur betur að slá í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.