Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 18:51 Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16