„Við gátum haldið á henni og knúsað hana þangað til að við vorum tilbúin að kveðja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 10:30 Silja Rut ræðir um þá lífsreynslu að þurfa fæða andvana barn. Silja Rut Thorlacius og Hrafn Einarsson biðu spennt eftir sínu öðru barni árið 2016, meðgangan hafði gengið eins og í sögu og grínaðist Silja oft með það að hún væri fædd til þess að ganga með börn. Í mæðraskoðun þann 4. mars kom í ljós að enginn hjartsláttur heyrðist hjá dóttur þeirra og við nánari skoðun var staðfest að dóttir þeirra væri látin. Frigg kom í heiminn 5. mars, sem var settur dagur og segir Silja sögur annarra kvenna hafa hjálpað mikið í sorgarferlinu, það hafi skipt þau miklu máli að tala upphátt um dóttir þeirra og fá viðurkenningu á því að hún hafi verið til. Eva Laufey Kjaran hitti Silju nú á dögunum og fékk að heyra hennar sögu. „Á fimmtudeginum sit ég heima og er að horfa á sjónvarpið og daginn eftir áttum við tíma í skoðun hjá ljósmóður því það var að styttast mjög í fæðinguna. Þá finn ég mjög undarlega tilfinningu, hrollur og kuldi í gegnum líkamann og mér líður mjög undarlega. Ég hringi í Hrafn og segi honum að ég haldi að ég sé að fara af stað, það væri eitthvað mjög undarlegt í gangi og ég bað hann um að koma heim,“ segir Silja en síðan gerist ekkert um nóttina. Enginn hjartsláttur „Í skoðuninni daginn eftir kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur. Okkur er í rauninni ekkert sagt á heilsugæslustöðinni bara að þau eigi erfitt með að finna hjartsláttinn og við förum því næst upp á fæðingardeild. Þar hittum við strax sérfræðing sem sónar mig og þá er okkur tilkynnt að hún sé látin. Þessi dagur er mjög blörraður en við förum strax upp á fæðingardeild og þar fáum við sérherbergi og fæðingarlæknirinn okkar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar koma til okkar og segja okkur hvaða ferli er að fara í gang. Svo þurfti ég að fara í gegnum rannsóknir til að vita hvort það væri í lagi með mig. Eftir það fengum við að ráða hvort við vildum fara aðeins heim og fara í gangsetningu daginn eftir eða fara í gangsetningu strax. Í þessu áfalli ákváðum við að skreppa aðeins heim til að reyna ná aðeins áttum.“ Þau hjónin eignuðust annað barn árið 2018. Fjölskyldan ákvað því að fara heim, hitta fólkið sitt og reyna ná sér saman fyrir komandi verkefni. „Þú hættir einhvern veginn að hugsa um það að þú sért að fara fæða barnið þitt af því að það er dáið, það eru einhvern veginn fyrstu viðbrögð allavega í okkar tilfelli. Daginn eftir fórum við upp á deild og þá ert þú sett af stað. Þú ert hræddur, alveg ofboðslega hræddur og verandi búin að eiga eitt barn þá veit maður að fæðing er erfið. Að eiga svo að fara fæða dáið barn, ég hugsaði bara að ég geti það ekki, ég stend varla undir sjálfri mér og ég veit ekki hvernig ég á að geta fætt þetta barn inn í þennan heim. Silja segir að það hafi kostað mikla vinnu að halda áfram með lífið og það sem hafi hjálpað þeim mest var að ræða upphátt um missinn og vinna þannig úr tilfinningum, þau fundu fljótt að það var enginn leið að gleyma þessu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Foreldrar Silju misstu barn og segir Silja lítið sem ekkert hafa vitað um það, enda hafi á þeim tíma ekki verið rætt þessi mál. Hún segir foreldra hennar hafa unnið sig í gegnum þá sorg samhliða Silju með því að ræða loks hlutina. Við áttum ágætan dag á fæðingardeildinni þar sem við fengum góð ráð frá frábæru starfsfólki. Þú týnir þér svolítið og öll hugsun verður óskýr. Fyrstu viðbrögðin hjá okkur voru að við vildum ekki taka myndir af henni og vildi í rauninni ekki fæða hana. Á þessum tímapunkti vildi ég bara láta svæfa mig og síðan yrði hún tekin og ég gæti bara farið heim,“ segir Silja og bætir við að það hafi verið mikilvægt að vera með fagfólk með sér í ferlinum en þau hvöttu fjölskylduna til að taka myndir og hugsa hvaða nafn hún gæti fengið. Gaf mér styrk og bjartsýni „Maður er bara svo ofboðslega hræddur og það er svo mikil angist, sorg og bugun en svo segir Hrafn við mig, ég hlakka bara rosalega til að fá hana í fangið og hitta hana. Þá allt í einu létti til og maður hugsaði, auðvitað við erum að fara fá barnið okkar í fangið, þó hún sé látin. Upp frá því gaf hann mér von og bjartsýni og styrkinn til að ganga í gegnum þetta. Frá þeim tímapunkti hugsaði ég að ég ætlaði að fæða dóttur mína. Þetta er barnið mitt eins og hin dóttir okkar.“ Silja segir að það hafi verið blendnar tilfinningar að fá hana í fangið. „Á sama tíma og þú ert bugaður af sorg þá ert þú svo hamingjusamur og stoltur af barninu þínu. Hún var til dæmis ótrúlega lík systur sinni. Um leið og fengum hana í fangið tókum við fullt af myndum af henni. Við gátum haldið á henni og knúsað hana þangað til að við vorum tilbúin að kveðja.“ Hjónin tóku fjölmargar myndir af Frigg. Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að fara heim eftir fæðinguna án dóttur sinnar. „Heimilið var allt fullt af barnadóti og fötum og það var mjög erfitt að fara heim og leggjast í hjónarúmið með barnarúmið tómt við hliðin á sér. Það tók okkur alveg langan tíma líka að pakka því saman. Sorgin kemur eins og öldur. Sumir dagar eru ágætir, aðrir ekki. Það er rosaleg tómleikatilfinning og um leið og maður verður ófrískur þá fer maður að ímynda sér hvernig lífið verður þegar barnið kemur heim og svo stenst ekkert af því.“ Silja segir að það sé mikill lærdómur í því að missa barn. „Þó það sé asnalegt að segja það þá er það að missa barn ótrúlega stór gjöf til mín að upplifa og ná að vinna sig út úr því. Af því að þú endurskoðar alla hluti í lífinu þínu. Samskipti við fólkið manns, samskiptin við eiginmanninn minn og litlu hlutirnir skipta minna máli og maður tæklar hlutina öðruvísi. Ég þurfti alveg þetta áfall til að meta lífið meira en ég gerði áður.“ Silja hefur verið ófeimin við það að segja sína sögu og vill hjálpa konum og fjölskyldum í sömu stöðu. Hún situr í stjórn Gleym mér ei sem er er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Með því að ræða um missinn hafi þau náð að komast upp úr sorginni og það hafi einnig hjálpað þeim að komast yfir hræðsluna að eignast barn, en þau eignuðust þriðju dóttur sína árið 2018. Ísland í dag Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Silja Rut Thorlacius og Hrafn Einarsson biðu spennt eftir sínu öðru barni árið 2016, meðgangan hafði gengið eins og í sögu og grínaðist Silja oft með það að hún væri fædd til þess að ganga með börn. Í mæðraskoðun þann 4. mars kom í ljós að enginn hjartsláttur heyrðist hjá dóttur þeirra og við nánari skoðun var staðfest að dóttir þeirra væri látin. Frigg kom í heiminn 5. mars, sem var settur dagur og segir Silja sögur annarra kvenna hafa hjálpað mikið í sorgarferlinu, það hafi skipt þau miklu máli að tala upphátt um dóttir þeirra og fá viðurkenningu á því að hún hafi verið til. Eva Laufey Kjaran hitti Silju nú á dögunum og fékk að heyra hennar sögu. „Á fimmtudeginum sit ég heima og er að horfa á sjónvarpið og daginn eftir áttum við tíma í skoðun hjá ljósmóður því það var að styttast mjög í fæðinguna. Þá finn ég mjög undarlega tilfinningu, hrollur og kuldi í gegnum líkamann og mér líður mjög undarlega. Ég hringi í Hrafn og segi honum að ég haldi að ég sé að fara af stað, það væri eitthvað mjög undarlegt í gangi og ég bað hann um að koma heim,“ segir Silja en síðan gerist ekkert um nóttina. Enginn hjartsláttur „Í skoðuninni daginn eftir kemur í ljós að það er enginn hjartsláttur. Okkur er í rauninni ekkert sagt á heilsugæslustöðinni bara að þau eigi erfitt með að finna hjartsláttinn og við förum því næst upp á fæðingardeild. Þar hittum við strax sérfræðing sem sónar mig og þá er okkur tilkynnt að hún sé látin. Þessi dagur er mjög blörraður en við förum strax upp á fæðingardeild og þar fáum við sérherbergi og fæðingarlæknirinn okkar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar koma til okkar og segja okkur hvaða ferli er að fara í gang. Svo þurfti ég að fara í gegnum rannsóknir til að vita hvort það væri í lagi með mig. Eftir það fengum við að ráða hvort við vildum fara aðeins heim og fara í gangsetningu daginn eftir eða fara í gangsetningu strax. Í þessu áfalli ákváðum við að skreppa aðeins heim til að reyna ná aðeins áttum.“ Þau hjónin eignuðust annað barn árið 2018. Fjölskyldan ákvað því að fara heim, hitta fólkið sitt og reyna ná sér saman fyrir komandi verkefni. „Þú hættir einhvern veginn að hugsa um það að þú sért að fara fæða barnið þitt af því að það er dáið, það eru einhvern veginn fyrstu viðbrögð allavega í okkar tilfelli. Daginn eftir fórum við upp á deild og þá ert þú sett af stað. Þú ert hræddur, alveg ofboðslega hræddur og verandi búin að eiga eitt barn þá veit maður að fæðing er erfið. Að eiga svo að fara fæða dáið barn, ég hugsaði bara að ég geti það ekki, ég stend varla undir sjálfri mér og ég veit ekki hvernig ég á að geta fætt þetta barn inn í þennan heim. Silja segir að það hafi kostað mikla vinnu að halda áfram með lífið og það sem hafi hjálpað þeim mest var að ræða upphátt um missinn og vinna þannig úr tilfinningum, þau fundu fljótt að það var enginn leið að gleyma þessu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Foreldrar Silju misstu barn og segir Silja lítið sem ekkert hafa vitað um það, enda hafi á þeim tíma ekki verið rætt þessi mál. Hún segir foreldra hennar hafa unnið sig í gegnum þá sorg samhliða Silju með því að ræða loks hlutina. Við áttum ágætan dag á fæðingardeildinni þar sem við fengum góð ráð frá frábæru starfsfólki. Þú týnir þér svolítið og öll hugsun verður óskýr. Fyrstu viðbrögðin hjá okkur voru að við vildum ekki taka myndir af henni og vildi í rauninni ekki fæða hana. Á þessum tímapunkti vildi ég bara láta svæfa mig og síðan yrði hún tekin og ég gæti bara farið heim,“ segir Silja og bætir við að það hafi verið mikilvægt að vera með fagfólk með sér í ferlinum en þau hvöttu fjölskylduna til að taka myndir og hugsa hvaða nafn hún gæti fengið. Gaf mér styrk og bjartsýni „Maður er bara svo ofboðslega hræddur og það er svo mikil angist, sorg og bugun en svo segir Hrafn við mig, ég hlakka bara rosalega til að fá hana í fangið og hitta hana. Þá allt í einu létti til og maður hugsaði, auðvitað við erum að fara fá barnið okkar í fangið, þó hún sé látin. Upp frá því gaf hann mér von og bjartsýni og styrkinn til að ganga í gegnum þetta. Frá þeim tímapunkti hugsaði ég að ég ætlaði að fæða dóttur mína. Þetta er barnið mitt eins og hin dóttir okkar.“ Silja segir að það hafi verið blendnar tilfinningar að fá hana í fangið. „Á sama tíma og þú ert bugaður af sorg þá ert þú svo hamingjusamur og stoltur af barninu þínu. Hún var til dæmis ótrúlega lík systur sinni. Um leið og fengum hana í fangið tókum við fullt af myndum af henni. Við gátum haldið á henni og knúsað hana þangað til að við vorum tilbúin að kveðja.“ Hjónin tóku fjölmargar myndir af Frigg. Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að fara heim eftir fæðinguna án dóttur sinnar. „Heimilið var allt fullt af barnadóti og fötum og það var mjög erfitt að fara heim og leggjast í hjónarúmið með barnarúmið tómt við hliðin á sér. Það tók okkur alveg langan tíma líka að pakka því saman. Sorgin kemur eins og öldur. Sumir dagar eru ágætir, aðrir ekki. Það er rosaleg tómleikatilfinning og um leið og maður verður ófrískur þá fer maður að ímynda sér hvernig lífið verður þegar barnið kemur heim og svo stenst ekkert af því.“ Silja segir að það sé mikill lærdómur í því að missa barn. „Þó það sé asnalegt að segja það þá er það að missa barn ótrúlega stór gjöf til mín að upplifa og ná að vinna sig út úr því. Af því að þú endurskoðar alla hluti í lífinu þínu. Samskipti við fólkið manns, samskiptin við eiginmanninn minn og litlu hlutirnir skipta minna máli og maður tæklar hlutina öðruvísi. Ég þurfti alveg þetta áfall til að meta lífið meira en ég gerði áður.“ Silja hefur verið ófeimin við það að segja sína sögu og vill hjálpa konum og fjölskyldum í sömu stöðu. Hún situr í stjórn Gleym mér ei sem er er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu. Með því að ræða um missinn hafi þau náð að komast upp úr sorginni og það hafi einnig hjálpað þeim að komast yfir hræðsluna að eignast barn, en þau eignuðust þriðju dóttur sína árið 2018.
Ísland í dag Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira