Elísa: Gríðarlega þakklátar fyrir að hafa fengið leyfi til að æfa og spila fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 12:15 Elísa Viðarsdóttir tekur innkast í leik með Valsliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eina íslenska félagsliðið sem er að spila leiki þessa dagana er kvennalið Vals í fótbolta sem mætir í dag Glasgow City í forkeppni Meistaradeildarinnar og í boði er sæti í 32 liða úrslitum. Valskonan Elísa Viðarsdóttir kom í fjarviðtal til Ragnars Vignir þar sem hann spurði hana út í hvernig það hljómaði að vera að fara spila fótboltaleik 18. nóvember og það þegar allt annað íþróttalíf á landinu er stopp. „Þetta hljómar mjög ánægjulega. Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátar að hafa fengið þetta leyfi til þess að æfa og spila fótbolta á þessum tímum. Þetta er gott fyrir okkur og vonandi eflir þetta kvennaboltann líka í leiðinni,“ sagði Elísa Viðarsdóttir í viðtalinu við Ragnar. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og ég held að það sé akkúrat ár í dag síðan við vorum að spila í Bose mótinu. Þetta er búið að vera ansi langt og eðlilega er komin ákveðin þreyta í mannskapinn og svona. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hverri annarri niður á jörðina og benda á dagatalið og sýna að það sé stutt í jólin. Við látum það ekkert á okkur fá þótt að þetta sé búið að vera langt og strembið,“ sagði Elísa. „Það sem er sérstaklega skrýtið er að vera eina liðið á Íslandi sem er að spila og æfa. Það er það sem er eiginlega skrýtið við þetta auk þess að vera komin svona langt inn í árið og veturinn. Þetta er góð reynsla samt sem áður,“ sagði Elísa. „Þetta eru mikil forréttindi og við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi almennt. Við viljum bæta okkur og þessi keppni er svolítið frábrugðin þessu hefðbundna Íslandsmóti. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá að vera í þessari stöðu,“ sagði Elísa. Valsliðið vann 3-0 sigur á finnsku meisturunum í HJK í fyrstu umferðinni þar sem liðið leit vel út og gerði út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. „Við vorum lítið búnar að æfa sem lið fyrir þann leik en erum búnar að fá góðan tíma núna til að æfa og undirbúa liðið vel. Við erum gríðarlega spenntar,“ sagði Elísa. Valur mótir skosku meisturunum í dag en Glasgow City hefur unnið skoska titilinn þrettán ár í röð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingi klukkan 13.45. Það má annars hlusta á allt viðtalið við Elísu Viðarsdóttur hér fyrir neðan. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira