Sport

Dag­skráin í dag: Ís­land á Wembl­ey og Valur í Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar mæta Harry Kane og félögum í dag.
Strákarnir okkar mæta Harry Kane og félögum í dag. Haflidi Breidfjord/Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls eru átta beinar útsendingar í dag.

The Saudi Ladies Team International mótið heldur áfram á Stöð 2 Golf í dag en útsending frá mótinu hefst klukkan 12.00.

Valsstúlkur halda áfram í Meistaradeildinni en þær mæta Glasgow City á Origo-vellinum í dag eftir að hafa unnið HJK í 1. umferðinni. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Klukkan 19.45 verður flautað til leiks á Wembley þar sem England og Ísland mætast í Þjóðadeildinni en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.00.

Belgía og Danmörk mætast svo í úrslitaleik riðilsins um hvort liðið fer í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en flautað verður til leiks einnig klukkan 19.45 í Belgíu.

GTS Iceland: Tier 1 er á dagskrá Stöð 2 eSport í dag. Klukkan 21.30 fer útsendingin í gang en markaþáttur Þjóðadeildar Evrópu hefst klukkan 21.45 eða um leið og öllum leikjum kvöldsins er lokið.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×