Giroud skoraði tvö og Svíþjóð í fótspor Íslands 17. nóvember 2020 21:37 Oliver Giroud og Antoine Griezmann fagna síðara marki Giroud. Xavier Laine/Getty Images Frakkland er komið í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar en Svíþjóð mun leika með Íslandi í B-deildinni næst er Þjóðadeildin fer áfram. Þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Frakka á Svíum í kvöld. Svíarnir komust yfir með marki frá Viktor Claesson á fjórðu mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði Oliver Giroud metin. Benjamin Pavard kom svo Frökkunum í 2-1 á 36. mínútu. Olivier Giroud has now scored 43 international goals, now just eight shy of Thierry Henry's record 51 goals for France.Slowly closing in on the record. pic.twitter.com/A6V0NxLhzF— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020 Oliver Giroud brenndi af góðu skallafæri í upphafi síðari hálfleiks en hann bætti það upp eftir klukkutímaleik er hann stangaði sendingu varamannsins Kylian Mbappe í netið. Robin Quaison minnkaði muninn áður en yfir lauk. Svíarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna en í uppbótartíma skoraði Kingsley Coman fjórða markið og lokatölur 4-2. Frakkland vinnur riðilinn með sextán stigum, Portúgal er í öðru sætinu með ellefu stig, Króatía í þriðja sætinu með fjögur og Svíarnir á botninum með þrjú stig. Þjóðadeild UEFA
Frakkland er komið í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar en Svíþjóð mun leika með Íslandi í B-deildinni næst er Þjóðadeildin fer áfram. Þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Frakka á Svíum í kvöld. Svíarnir komust yfir með marki frá Viktor Claesson á fjórðu mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði Oliver Giroud metin. Benjamin Pavard kom svo Frökkunum í 2-1 á 36. mínútu. Olivier Giroud has now scored 43 international goals, now just eight shy of Thierry Henry's record 51 goals for France.Slowly closing in on the record. pic.twitter.com/A6V0NxLhzF— Squawka Football (@Squawka) November 17, 2020 Oliver Giroud brenndi af góðu skallafæri í upphafi síðari hálfleiks en hann bætti það upp eftir klukkutímaleik er hann stangaði sendingu varamannsins Kylian Mbappe í netið. Robin Quaison minnkaði muninn áður en yfir lauk. Svíarnir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna en í uppbótartíma skoraði Kingsley Coman fjórða markið og lokatölur 4-2. Frakkland vinnur riðilinn með sextán stigum, Portúgal er í öðru sætinu með ellefu stig, Króatía í þriðja sætinu með fjögur og Svíarnir á botninum með þrjú stig.