Lagt til að lögverndun bókara, viðskipta- og hagfræðinga verði hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:35 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, stendur að baki frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara. Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara.
Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent