Sagður hafa gengið í skrokk á konu eftir endurtekin vændiskaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2020 09:03 Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað. Vísir/Vilhelm Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað en karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á dvalarstað konunnar framið kynferðisbrot með því að hafa greitt henni 40 þúsund krónur fyrir vændi. Þá hafi hann framið annað kynferðisbrot þegar hann kom aftur til konunnar sömu nótt og greiddi henni þá 20 þúsund krónur, fyrir vændi. Í þriðja ákæruliðnum er hann svo sakaður um ofbeldi gegn konunni. Annars vegar tilraun til nauðgunar og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás. Þannig segir í ákæru að karlmaðurinn hafi, í framhaldi af keyptri vændisþjónustu, gert tilraun til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum. Karlmaðurinn er sagður hafa veist að konunni og tekið um háls hennar og munn. Þrengdi hann þannig að konunni að hún missti meðvitund og á sama tíma hótaði hann að drepa konuna, samkvæmt því sem segir í ákæru. Af þessu hlaut konan eymsli á hálsi og hálshrygg, eymsli yfir neðri og hliðlægu hálsvöðvum, eymsli yfir viðbeini og yfir kjálka, bólgu á vanga, rispur ofan við herðablað og framhandlegg, mar og rispur á háls og kjálka, eymsli yfir öxl, vöðvabólgu og verki ofan við hægra herðablað, fjórar depilblæðingar á neðri vör, eymsli á hægri upphandlegg, mar á hægra olnbogasvæði og eymsli ofan við mjóbak. Réttargæslumaður konunnar krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur fyrir hennar hönd. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghald í málinu er lokað en karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á dvalarstað konunnar framið kynferðisbrot með því að hafa greitt henni 40 þúsund krónur fyrir vændi. Þá hafi hann framið annað kynferðisbrot þegar hann kom aftur til konunnar sömu nótt og greiddi henni þá 20 þúsund krónur, fyrir vændi. Í þriðja ákæruliðnum er hann svo sakaður um ofbeldi gegn konunni. Annars vegar tilraun til nauðgunar og hins vegar sérstaklega hættulega líkamsárás. Þannig segir í ákæru að karlmaðurinn hafi, í framhaldi af keyptri vændisþjónustu, gert tilraun til að hafa samræði eða önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum. Karlmaðurinn er sagður hafa veist að konunni og tekið um háls hennar og munn. Þrengdi hann þannig að konunni að hún missti meðvitund og á sama tíma hótaði hann að drepa konuna, samkvæmt því sem segir í ákæru. Af þessu hlaut konan eymsli á hálsi og hálshrygg, eymsli yfir neðri og hliðlægu hálsvöðvum, eymsli yfir viðbeini og yfir kjálka, bólgu á vanga, rispur ofan við herðablað og framhandlegg, mar og rispur á háls og kjálka, eymsli yfir öxl, vöðvabólgu og verki ofan við hægra herðablað, fjórar depilblæðingar á neðri vör, eymsli á hægri upphandlegg, mar á hægra olnbogasvæði og eymsli ofan við mjóbak. Réttargæslumaður konunnar krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur fyrir hennar hönd. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent