Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ný rannsókn Rannsóknar- og greiningar sýnir að 15 prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira