Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 17:19 RCEP-samkomulagið var undirritað í dag og þar með hefur verið stofnað stærsta fríverslunarbandalag í heimi sem nær til um það bil þriðjungs heimshagkerfisins. Fundurinn fór fram um fjarfundabúnað en Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam, og Tran Tuan Anh, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Víetnam voru gestgjafar fundarins. EPA/LUONG THAI LINH Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið. Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fimmtán ríki undirrituðu í dag samkomulag um nýtt viðskiptabandalag sem verður það stærsta í heimi en aðildarríkin fara samanlagt með um þriðjung heimshagkerfisins. Tíu ríki í Suðaustur Asíu auk Suður-Kóreu, Kína, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálands eru aðilar að fríverslunarsamningnum. Samkomulagið þykir vera til marks um útvíkkun áhrifa Kínverja á svæðinu sem bandalagið, RCEP (e. Regional Comprehensive Economic Partnership) nær til. Bandaríkin eru ekki aðilar að sáttmálanum en Donald Trump dró Bandaríkin úr Kyrrahafssamstarfinu svokallaða, TTP (e. Trans-Pacific Partnership), samkeppnisblokk við hið nýja bandalag, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta árið 2017. TTP átti að samanstanda af tólf ríkjum og naut stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var hugsað sem mótvægi við aukin umsvif og vaxandi áhrif Kínverja á svæðinu. Samningaviðræður um RCEP hófust árið 2012 en samningurinn var undirritaður í dag samhliða fundi Asean-bandalagsins sem Víetnamar voru í forsvari fyrir að þessu sinni. „Það gleður mig að segja að eftir átta ára erfiðisvinnu, höfum við frá og með deginum í dag, formlega bundið endahnút á samningaviðræðurnar um RCEP með undirritun,“ sagði Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnam. Fundurinn fór fram rafrænt og skiptust fulltrúar ríkjanna á með því að undirrita og sýna skjalið í gegnum fjarfundabúnað. Leiðtogar ríkjanna binda vonir við að samstarfið komi til með að efla viðspyrnu í efnahagslífinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Li Keqiang, leiðtogi Kína, lýsti samkomulaginu sem stórum sigri fyrir fjölþjóðasamvinnu og frjáls viðskipti. Indverjar tóku þátt í samningaviðræðunum en drógu sig út úr þeim í fyrra vegna áhyggja þarlendra yfirvalda af lágum innflutningstollum sem gætu skaðað innlenda framleiðslu. Þátttökuþjóðirnar segja þó að Indverjar séu velkomnir aftur að borðinu síðar. Íbúafjöldi aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.
Skattar og tollar Utanríkismál Víetnam Kína Suður-Kórea Japan Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira