Segir löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs | Telur Laugardal miðstöð íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 11:16 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera löngu tímabært að hefja byggingu íþróttaleikvanga sem standist alþjóðlegar kröfur. Vísir/Vilhelm Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Ríkistjórn Íslands hefur hafið umræður við Reykjavíkurborg um byggingu á nýjum þjóðarleikvangi. Bæði fyrir knattspyrnu og íþróttir innanhúss. Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöld. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru viss tímamót, nú erum við komin langt með þetta verkefni. Við sjáum hvaða valkostur þykir vera bestur þannig að næsta skref er að við setjumst núna niður með Reykjavíkurborg, ákveðum næstu skref er varðar eignarhald, fjármögnun og annað slíkt. Þetta er náttúrulega þjóðarleikvangur og við viljum tryggja það að allir séu sáttir við framkvæmdina. Ég segi að það er löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs, bæði fyrir knattspyrnuna og inniíþróttir,“ sagði Lilja. Nefnd sem Lilja skipaði hefur skilað inn tillögum að nýrri þjóðarhöll í Laugardalnum. Laugardalshöll gæti verið lokað fyrirvaralaust þar sem hún stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem eru gerðar til íþróttamannvirkja. „Þar er til að mynda komin í raun líka mjög vænlegur kostur, þjóðarhöll sem myndi hýsa um 8.600 manns og uppfylla alla alþjóðlega staðla. Ég sé það fyrir mér að við þurfum að fara í þetta, ég sé það líka fyrir mér að við þurfum að fara í frekari innviðafjárfestingar og fjárfestingar til að koma hagkerfinu okkar af stað. Ég segi að það sé í raun engin betri fjárfesting en að fjárfesta í mannauði, sem íþróttamannvirki eru svo sannarlega.“ Það er ósk Lilju að þjóðarleikvangar Íslands verði áfram staðsettir í Laugardalnum. „Ég tel að Laugardalurinn henti best, verð að segja það. Þarna er miðstöð íþrótta í landinu og ég ber miklar væntingar til þess að við sjáum það svæði byggjast áfram upp,“ sagði mennta- og menningaráðherra að lokum. Klippa: Lilja Alfreðs: Löngu tímabært að ráðast í gerð nýs þjóðarleikvangs
Fótbolti Handbolti Sportpakkinn Laugardalsvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira