Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 10:23 Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. Stjórnarráðið Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi.
Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira