Taumlaus græðgi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. nóvember 2020 10:01 Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar