Skipulag borgarinnar hafnar stórbyggingu á Miðbakka Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2020 19:20 Teikning af fyrirhuguðu hóteli á Miðbakka. Yrki arkítektar Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira
Áform um byggingu rúmlega þrjátíu þúsund fermetra fjölnota húss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar eru strand eftir að skipulag borgarinnar hafnði hugmyndinni. Áætlaður kostnaður við fjárfestinguna er um fjörtíu milljarðar króna. Vincent Tan fjárfestirinn frá Malasíu sem nýlega keypti öll Icelandair hótelin á einnig vöruskemmuna á Miðbakka. Hann er með stórar hugmyndir um að byggja fjölnota hús á Miðbakka, þrjátíu og þriggja þúsund fermetra hús, sem meðal annars ætti að hýsa fimm stjörnu hótel Four Season hótelkeðjunnar. En Faxaflóahafnir eiga lóðina. Hér sést hvernig skemmtiferðaskip við Miðbakka gæti legið meðfram byggingunni og í henni væri aðstaða til tollskoðunar fyrir erlenda ferðamenn. Yrki arkitektar reifuðu hugmyndina fyrir hönd Tan og sendu fyrirspurn til skipulags Reykjavíkurborgar í maí sem síðan sendi hana áfram til umsagnar til Faxaflóahafna. Þaðan fengust þau svör að bygging af þessu tagi sem myndi leggja undir sig stóran hluta Miðbakkans rúmaðist ekki innan skipulags og nýtingar hafnarbakkans sem almenns opins svæðis. Að þeirri umsögn fenginni gaf skipulagið síðan neikvætt svar á fundi sínum á föstudag fyrir viku. Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Icelandair hótela segir hótelsamsteypu Tan hafa um 40 milljarða til að setja í húsið. Gert er ráð fyrir opnu svæði sem liggi í gegnum bygginguna með alls kyns þjónustu á jarðhæð. „Það verði í því 150 og fimmtíu herbergja hótel og þjónustuíbúðir sem yrðu reknar af hótelinu. Það yrði mótttaka fyrir skemmtiferðaskip, verslanir, þjónusta og veitingastaðir og opin svæði til að tengja betur hafnarbakkann við miðborgina og opna þetta betur fyrir almenningi,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Icelandair hótela, segir sérstaklega hafa verið horft til Miðbakkans vegna þess að staðsetning fimm stjörnu hótela skipti höfuðmáli.Stöð 2/Arnar Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur gagnrýnt að svo stórt mál skuli ekki hafa verið tekið upp á stjórnarfundi Faxaflóahafna og stjórnarformaðurinn ákveðið að bera ein ábyrgð á svörum við fyrirspurn Yrkis arkitekta. Tryggvi Þór segir staðsetninguna skipta miklu máli fyrir fimm stjörnu hótel. „Hugmyndin var að Four Seasons yrði með þetta hótel og þeir voru búnir að skoða þessa staðsetningu. Það er ekki hægt að fara með þetta eitthvað út í buskann.“ Bindur þú ennþá vonir við að málið komist áfram í kerfinu? „Eins og þetta lítur út núna í dag sýnist mér það vera strand,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. Svona gæti fjölnota byggingin litið út fullkláruð. Tengd skjöl Midbakki-umsogn_skipulagsfulltruaPDF635KBSækja skjal Midbakki-umsogn_FaxafloahafnaPDF201KBSækja skjal
Skipulag Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Sjá meira