Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 14:23 Maðurinn var handtekinn 4. nóvember 2018 og settur gæsluvarðhald í fjóra daga. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Ölfus Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum.
Ölfus Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira