Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 19:52 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08