Menning

Sænski leikarinn Sven Wollter er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sven Wollter fór með hlutverk í myndum á borð við Änglagård og Jerúsalem.
Sven Wollter fór með hlutverk í myndum á borð við Änglagård og Jerúsalem. Getty

Sven Wollter, einn ástsælasti leikari Svía, er látinn, 86 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans segir að hann hafi látist af völdum Covid-19.

Wollter fæddist þann 11. janúar 1934 og hóf leiklistarferil sinn í leikhúsinu í Norrköping á sjöunda áratug síðustu aldar en færði sig síðar yfir í Vasaleikhúsi Stokkhólmsborgar. Má segja að hann hafi slegið í gegn þegar hann fór með titilhlutverkið í leikritinu Gústaf III.

Wollter fór með hlutverk í miklum fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Má þar nefna að hann fór með hlutverk í fyrstu Beck-myndinni, Mannen på taket, frá árinu 1976. 

Þá fór hann einnig með hlutverk í myndinni Änglagård frá árinu 1992 og Jerúsalem, mynd Bille August frá árinu 1996.

Wollter var einnig nokkuð iðinn við að tjá sig um samfélagsleg málefni og var hann yfirlýstur kommúnisti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.