Viðskipti innlent

Bein útsending: Samkeppnismat OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Norðurljósasal Hörpu í dag.
Frá Norðurljósasal Hörpu í dag. Vísir/SigurjónÓ

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra býður til opins fundar um niðurstöður samkeppnismats OECD á íslenskri ferðaþjónustu og byggingariðnaði, sem hún óskaði eftir árið 2018 og niðurstöður liggja nú fyrir.

Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu klukkan 13 í dag og nálgast má streymi hér að neðan.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir að greining OECD hafi leitt í ljós að til staðar séu fjölmörg tækifæri til þess að bæta regluverkið, skýra það, draga úr óþarfa reglubyrði og stuðla þannig að aukinni samkeppni til hagsbóta fyrir atvinnulíf og neytendur.

OECD gerir 438 tillögur til breytinga á gildandi lögum og reglum sem snúa að ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Tilgangur samkeppnismats er að greina lög og reglur sem atvinnulífinu er gert að starfa eftir með tilliti til þess hvort í þeim felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm

Dagskrá fundar:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD

Ásmundur Einar Daðason, félagsmála- og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Ania Thiemann, verkefnastjóri samkeppnismatsins hjá OECD

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Fundarstjóri er Bergur Ebbi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×