Fótbolti

Fyrirliði Rússa ekki með vegna einkamyndbands

Sindri Sverrisson skrifar
Artem Dzyuba er 32 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 47 landsleikjum fyrir Rússa.
Artem Dzyuba er 32 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 47 landsleikjum fyrir Rússa. Getty/Igor Russak

Artem Dzyuba, fyrirliði Rússa og hetja liðsins á HM 2018, verður ekki með í komandi landsleikjum eftir að myndband af honum fór í dreifingu á netinu.

Myndbandið sýnir Dzyuba einan uppi í rúmi að stunda sjálfsfróun. Ekki er ljóst síðan hvenær myndbandið er né heldur hvernig það komst í dreifingu. Hins vegar er ljóst að Dzyuba verður ekki með Rússum í leikjum við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu. á næstu dögum.

„Liðið þarf að undirbúa sig fyrir leikina í nóvember við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu af eins mikilli einbeitingu og hægt er, og getur ekki látið utanaðkomandi þætti trufla sig,“ segir Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, en ummæli hans eru birt á Twitter-síðu landsliðsins.

„Þess vegna var sú ákvörðun tekin að að velja ekki Artem Dzyuba… til að verja bæði liðið og leikmanninn sjálfan fyrir óhóflegri neikvæðni og spennu,“ segir Cherchesov.

„Geri mistök eins og aðrir“

Eftir að myndbandið birtist hefur Dzyuba nú læst Instagram-reikningi sínum og hann sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í myndbandi eftir leik með Zenit gegn Krasnodar í gær.

„Ég er ekki fullkominn frekar en hver annar. Ég geri mistök eins og aðrir. Ég kann að meta þá sem að standa með mér á erfiðum tímum. Þetta er mitt ferðalag og það er ekki auðvelt. Vonandi get ég verið góð manneskja. Ég reyndi að brotna ekki niður í dag, en það var erfitt,“ sagði Dzyuba samkvæmt þýðingu blaðamannsins Liam Tyler á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×