Kominn tími á það viðbjóðslega dýrahald, sem loðdýraræktin er! Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2020 19:00 Síðustu daga hefur mátt sjá í sjónvarpsfréttum viðbjóðslegan aðbúnað og hald minka m.a. hjá íslenzkum minkabændum. Búin munu vera 9, og læðurnar 15.000, en hver þeirra mun eiga 6 hvolpa að meðaltali á ári. Þetta er ekki búrekstur heldur kvalrækt Eiginlega er ekki hægt að nota orðið „bóndi“ eða „búrekstur“ um þessa andstyggilegu iðju, svo mikið og hörmulegt dýraníð er hér á ferð. Kval rækt eða kval hald myndi lýsa þessari óiðju betur. Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og oft er farið óblíðum höndum um þau við hald þeirra, rekstur, í sláturhúsum og ekki síður í flutningi þangað. Koma þau stundum þanga nær dauða en lífi; lemstruð og limlest. Verst allra „búgreina“, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað, full vel þekkt og tekið með í reikninginn frá byrjun. Engin miskunn, ef glittir í fjármuni. Minkurinn skapaði sig ekki sjálfur - er náttúrulegur hluti af lífríkinu Minkar eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans, en minkar eru auðvitað náttúrlegur hluti af lífríkinu. Hræðilegt hald – kvalræði frá fæðingu til dauða Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúgast svo oft upp undir búrum, ef ekki ofan á búri á hæðinni fyrir neðan, og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þefnæmum dýrunum auðvitað til mikils ama. Hvolpar kæfðir til dauða með gasi Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur benzíndráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir; dauðir úr gaseitrun! Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niðri í sér andanum, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Hvers konar menn eru það, sem stunda þessa kvalrækt? Fyrir mér er óskiljanlegt, að „góðir og gegnir bændur“ skuli hafa lagt þessa hræðilegu „búgrein“ fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau! Ekki stendur á ráðherrum og ríkisstjórn að styðja ósómann - með almannafé Hér á Íslandi hefur lífinu verið haldið í þessari búgrein, ár eftir ár, með fjármunum úr sjóðum almennings. Ef ég man rétt, lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 milljónir. Nú eru þeir 9 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kval rækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda eru, skv. frétt Morgunblaðsins 26. júní sl., landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd, en ríkisstjórnin mun hafa fjallað um málið 24. júní og lagt, að því er virðist, blessun sína yfir það. Hreinlyndi og hreinskiptni VG ekki upp á marga fiska Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir hafa litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og hreinskiptni. Nánast allar aðrar þjóðir að banna loðdýrarækt Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna, eða eru að banna, loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Makedóníu, Sviss, Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Alla vega verður það að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu, ár eftir ár, að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Kannske stóraukin COVID-hætta í uppsiglingu Nú gerist það svo, að það kemur upp í Danmörku, að þessi viðkvæmu dýr geta smitast af COVID, og, að síðan geti veiran stökkbreytzt í dýrunum og farið - í öðru og kannske enn óviðráðanlegra formi - í menn. Er talið, að veiran í upphafi kunni að hafa orðið til með þessum hætti; í þröngu og illu dýrahaldi í Kína. Þarna virðist vera mikil hætta á ferð, og ákvað danska ríkisstjórnin af þessu tilefni að láta aflífa alla minka, sem eru í haldi í Danmörku, að því er virðist 15 milljónir dýra. Er það væntanlega endapunkturinn á þann viðbjóð, sem þessi starfsemi er, þar. Loka þarf nú þessum ljótasta kafla í okkar búrekstrarsögu Það væri því vel við hæfi, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur beitti sér nú fyrir því, og það í hvelli, að loðadýrabændur verði styrktir til að aflífa öll dýrin - að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega „búskap“ - sem kann nú líka að vera hætta fyrir heilsu og heilbrigði landsmanna, og ljúka þannig þessum sennilega versta og ljóstasta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mátt sjá í sjónvarpsfréttum viðbjóðslegan aðbúnað og hald minka m.a. hjá íslenzkum minkabændum. Búin munu vera 9, og læðurnar 15.000, en hver þeirra mun eiga 6 hvolpa að meðaltali á ári. Þetta er ekki búrekstur heldur kvalrækt Eiginlega er ekki hægt að nota orðið „bóndi“ eða „búrekstur“ um þessa andstyggilegu iðju, svo mikið og hörmulegt dýraníð er hér á ferð. Kval rækt eða kval hald myndi lýsa þessari óiðju betur. Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og oft er farið óblíðum höndum um þau við hald þeirra, rekstur, í sláturhúsum og ekki síður í flutningi þangað. Koma þau stundum þanga nær dauða en lífi; lemstruð og limlest. Verst allra „búgreina“, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað, full vel þekkt og tekið með í reikninginn frá byrjun. Engin miskunn, ef glittir í fjármuni. Minkurinn skapaði sig ekki sjálfur - er náttúrulegur hluti af lífríkinu Minkar eru lífverur, sem við eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður, þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þær geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Slík var ráðstöfun Skaparans, en minkar eru auðvitað náttúrlegur hluti af lífríkinu. Hræðilegt hald – kvalræði frá fæðingu til dauða Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetsbúr, 30 x 60 eða 70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti dýranna slagar upp lengd búranna. Fætur hvíla nánast stöðugt á beittum járnvírum. 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn, en hann hrúgast svo oft upp undir búrum, ef ekki ofan á búri á hæðinni fyrir neðan, og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þefnæmum dýrunum auðvitað til mikils ama. Hvolpar kæfðir til dauða með gasi Þegar hvolpar eru 6 mánaða, kemur að slátrun. Þá er þeim troðið inn í lokaðan kassa og útblástur benzíndráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir; dauðir úr gaseitrun! Nú kunna minkar vel að kafa, geta haldið niðri í sér andanum, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og halda frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð mínútum saman. Hvers konar menn eru það, sem stunda þessa kvalrækt? Fyrir mér er óskiljanlegt, að „góðir og gegnir bændur“ skuli hafa lagt þessa hræðilegu „búgrein“ fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Ekki var það velvild til dýranna eða væntumþykja um þau! Ekki stendur á ráðherrum og ríkisstjórn að styðja ósómann - með almannafé Hér á Íslandi hefur lífinu verið haldið í þessari búgrein, ár eftir ár, með fjármunum úr sjóðum almennings. Ef ég man rétt, lagði ríkið þessum bændum, sem þá munu hafa verið 13, minnst 100 milljónir króna til í fyrra, en krafa þeirra var litlar 300 milljónir. Nú eru þeir 9 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fá 160 milljónir króna úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur og haldið áfram sinni miskunnarlausu kval rækt; fyrir tilstilli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Frumkvöðlar að enn einum styrknum til loðdýrabænda eru, skv. frétt Morgunblaðsins 26. júní sl., landbúnaðarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, þó að þess gæti engan veginn hjá honum í dýravernd, en ríkisstjórnin mun hafa fjallað um málið 24. júní og lagt, að því er virðist, blessun sína yfir það. Hreinlyndi og hreinskiptni VG ekki upp á marga fiska Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast margir hverjir hafa litla tilfinningu fyrir dýrum og náttúru - lífríki þessarar jarðar -, og kemur því tilfinningalaus og og köld framganga Kristjáns Þórs og dýralæknisins Sigurðar Inga ekki á óvart, en stuðningur Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundur Inga, sem hafa þótzt málsvarar og baráttumenn fyrir dýravernd og dýravelferð, er þó enn eitt áfallið og hnekkir fyrir þeirra pólítízka hreinlyndi og hreinskiptni. Nánast allar aðrar þjóðir að banna loðdýrarækt Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna, eða eru að banna, loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Makedóníu, Sviss, Tékkland, Þýzkaland frá 2022, Belgía frá 2023, Holland frá 2024 og Noregur og Slóvakía frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Alla vega verður það að teljast fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, að þau séu, ár eftir ár, að styrkja búgrein, sem allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Kannske stóraukin COVID-hætta í uppsiglingu Nú gerist það svo, að það kemur upp í Danmörku, að þessi viðkvæmu dýr geta smitast af COVID, og, að síðan geti veiran stökkbreytzt í dýrunum og farið - í öðru og kannske enn óviðráðanlegra formi - í menn. Er talið, að veiran í upphafi kunni að hafa orðið til með þessum hætti; í þröngu og illu dýrahaldi í Kína. Þarna virðist vera mikil hætta á ferð, og ákvað danska ríkisstjórnin af þessu tilefni að láta aflífa alla minka, sem eru í haldi í Danmörku, að því er virðist 15 milljónir dýra. Er það væntanlega endapunkturinn á þann viðbjóð, sem þessi starfsemi er, þar. Loka þarf nú þessum ljótasta kafla í okkar búrekstrarsögu Það væri því vel við hæfi, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur beitti sér nú fyrir því, og það í hvelli, að loðadýrabændur verði styrktir til að aflífa öll dýrin - að láta af þessu dýraníði og þessum hörmulega „búskap“ - sem kann nú líka að vera hætta fyrir heilsu og heilbrigði landsmanna, og ljúka þannig þessum sennilega versta og ljóstasta kafla í íslenzkri búrekstrarsögu. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun