Lífið

Björn færi frekar á djammið með Þórólfi heldur en Víði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjössi var léttur og skemmtilegur í yfirheyrslunni.
Bjössi var léttur og skemmtilegur í yfirheyrslunni. Vísir/egill aðalsteinsson

Björn Leifsson, eigandi World Class, mætti í Brennsluna á FM957 í síðustu viku og tók þátt í reglulegum dagskrárlið sem ber heitið Yfirheyrslan.

Þar kom margt skemmtilegt fram eins og að World Class stöðvarnar væru orðnar sautján um land allt.

Björn er mjög hrifinn af Rib Eye steik og er það hans uppáhaldsmatur. Hann er sérstaklega hrifinn af mánudögum og þegar hann sest í helgan stein ætlar hann að búa á heitum stað og spila golf.

Hann fékk nokkuð athyglisverða spurningu um það hvort hann væri frekar til í að fara á djammið með Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni, eða Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og var hann ekki lengi að svara.

„Þórólfi, klárlega.“

Hann sagði að leiðinlegasti samfélagsmiðillinn væri Stundin. „Er það ekki annars samfélagsmiðill?“ spurði Björn.

Hér að neðan má hlusta á samtalið við Bjössa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×