Birkir klár í slaginn við Ungverja en Jóhann enn tæpur Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Birkir Bjarnason meiddist í leiknum við Belgíu í Þjóðadeildinni, þar sem hann var fyrirliði. vísir/vilhelm Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30
Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00