Skömmin gæti skýrt skekkju í spám Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 20:29 Magnús segir að þegar menn koma úr kjörklefanum og ungt fólk sem vinnur skoðanakannanir rekur míkrófón í andlit þeirra séu þeir ekkert endilega tilbúnir að gangast við því að hafa kosið Trump. Magnús Ólafsson segir að margvíslega skekkju í spám um niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum megi útskýra með fyrirbæri sem hann kallar einfaldlega skömm. Menn veigri sér við því að gangast við því að þeir hafi kosið Trump. Magnús er fyrrverandi yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum og starfaði lengi í höfuðstöðvunum í New York en er nú búsettur í Alabama. Magnús var í eftirtektarverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gærmorgun, degi fyrir kosningar. Þar sem hann útskýrir þessa kenningu sína og hvernig hún virkar. Fjölmargir vöknuðu við illa í morgun, töldu sig grátt leikna og jafnvel hafða að fífli af þeim sem gefa út skoðankannanir og segja af þeim en Joe Biden hafði verið spáð öruggum sigri á Donald Trump í forsetakosningunum. Talning stendur enn yfir og er mjótt á munum. Og hefur reyndar harka færst í leikinn. Guðlaugur Þór Þórðarsson telur einsýnt að þeir sem standa að skoðanakönnunum verði að líta í eigin barm. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er gott dæmi um þetta en hann telur fjölmiðla skulda almenningi útskýringar á því hvernig þetta megi vera. Og í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra einsýnt að könnunarfyrirtæki þyrftu að líta í eigin barm. Menn klóra sér margir ákaft í kolli vegna skoðanakannana. Skoðanakannanir klikka enn og aftur Þær voru til umfjöllunar í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og þar sló Máni Pétursson útvarpsmaður því fram að kosningarnar væru meiriháttar áfall fyrir þá sem standa að skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Í viðtali var Friðjón Friðjónsson almannatengill en hann er einn helsti sérfræðingur landsins um kosningar í Bandaríkjunum. Máni sagði að skoðanakannanir hafi klikkað fyrir fjórum árum og nú aftur, menn hafi ekkert lært? Friðjón sagði allan gang á þessu. „Það er ekki hægt að segja að menn hafi algerlega skitið á sig,“ segir sérfræðingurinn við bröttum yfirlýsingum útvarpsmannsins. „Það er vel í lagt. En það eru miklar sveiflur sums staðar. Það er alveg rétt.“ Hulda segir ekki bara um skekkjur að ræða Vísir ræddi við Huldu Þórisdóttur dósent meðal annars um þetta atriði en Hulda er sérfræðingur einmitt um skoðanakannanir. Hún segir þetta hafa verið upp og ofan, vissulega en skekkja í spám sé ekki alls staðar. „Við sjáum að skoðanakannanirnar virðast hafa verið talsvert langt frá í Ohio annars vegar þar sem sigur Trumps var meira afgerandi en að skoðanakannanir og vikmörk þeirra gerðu ráð fyrir, það er rétt utan við það og sömuleiðis sýndu skoðanakannanir miklu öruggara forskot Bidens í Viskonsin þar sem var um 8 prósent en nú er hann með vel innan við 1 prósent forskot. Þannig að þessi tvö fylki eru aftur – og ef sumir kannski muna að þá gerðist þetta líka í Wisconsin árið 2016 að það var stórlegt ofmat á frambjóðanda demókrata heldur en síðan kom í ljós en í öðrum fylkjum, til dæmis í Georgia, þar er spá nánast algjörlega samhljóða því sem við erum að sjá í tölunum. Það er ekki eins og skoðanakannanir innan fylkja séu almennt að skjóta langt frá markinu, það eru þarna nokkur fylki og við erum auðvitað ekki komin með lokaniðurstöður í hinum mikilvægu Michigan og Wisconsin og þaðan af síður Pensylvaniu,“ segir Hulda. Menn skammast sín fyrir að hafa kosið Trump Fyrrnefndur Magnús útskýrði kenningu sína skilmerkilega í ítarlegu viðtali við Frosta Logason. Hans kosningaspá var býsna nærri lagi fyrir fjórum árum en þá tók hann inn í reikninginn skömmina. Þá ekki síður núna. „Íslendingum er ekki vel við Donald Trump. Svo ég orði það bara hreint út. Þeim finnst hann vera hraðlyginn, hann er óheiðarlegur, hann segir stórfurðulega hluti og tekur stórfurðulegar ákvarðanir. En málið er að Bandaríkjamönnum finnst þetta líka að mörgu leyti. Fullt af Bandaríkjamönnum, þó þeir hafi kosið Repúblikanaflokkinn, þeir skammast sín fyrir Trump. Svo er það þannig að þegar þú ferð á kjörstað og kýst utan kjörfundar, þegar þú kemur út og þarna eru ungir krakkar sem eru að taka skoðanakannanir, og þeir reka míkrófón upp í andlitið á þér og spyrja: Hvern kaustu? Og menn skammast sín svo mikið að þeir þora ekki að segja: Ég kaus Trump.“ Pétur les yfir hausamótum þeirra sem eru hissa. Pétur telur fáfræði forsendu furðunnar í þessu tilviki. Að sögn Magnúsar sýndu kannanir að Joe Biden væri með tíu prósentustiga forskot á Trump sem myndi þýða að hann fengi 16 milljónum fleiri atkvæði. Auðvitað gerðist ekkert slíkt og hvarflaði ekki að Magnúsi sem spáði því að Biden myndi hafa þetta en naumlega með 272 kjörmenn en Trump 266. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig fer að lokum. Steinhissa á þeim sem eru hissa Einn er svo sá maður sem furðar sig á því að fólk sé að furða sig á ónákvæmni í spám og hann heitir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur.Hann ritar pistil um þetta atriði á Facebooksíðu sína þar sem hann segir meðal annars: „Þegar maður er hissa á skekkjum í könnunum þýðir það að maður skilur ekki vandamálin sem þeim fylgja yfirleitt og sérstaklega þegar Bandaríkin eiga í hlut.“ Þegar maður er hissa á skekkjum í könnunum þýðir það að maður skilur ekki vandamálin sem þeim fylgja yfirleitt og...Posted by Pétur Tyrfingsson on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 Pétur fer þá yfir það hversu flókið fyrirbæri um ræðir og endar pistil sinn, sem er í hálfgerðum skammartóni eins og Pétri er lagið; hann eiginlega hundskammar þá sem eru forviða, á orðunum: „Ég er steinhissa á því að fólk skuli vera hissa á þessum skekkjum í skoðanakönnunum. En kannski þurfum við ekkert að vera hisssa á því að fólk sé hissa þegar tekið er tillit til landlægrar óskhyggju í mainstream fjölmiðlum þar sem hver mannvitsbrekkan af annarri talaði sig uppí að Trump tapaði – rétt eins og 2016.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skoðanakannanir Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Magnús Ólafsson segir að margvíslega skekkju í spám um niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum megi útskýra með fyrirbæri sem hann kallar einfaldlega skömm. Menn veigri sér við því að gangast við því að þeir hafi kosið Trump. Magnús er fyrrverandi yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum og starfaði lengi í höfuðstöðvunum í New York en er nú búsettur í Alabama. Magnús var í eftirtektarverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gærmorgun, degi fyrir kosningar. Þar sem hann útskýrir þessa kenningu sína og hvernig hún virkar. Fjölmargir vöknuðu við illa í morgun, töldu sig grátt leikna og jafnvel hafða að fífli af þeim sem gefa út skoðankannanir og segja af þeim en Joe Biden hafði verið spáð öruggum sigri á Donald Trump í forsetakosningunum. Talning stendur enn yfir og er mjótt á munum. Og hefur reyndar harka færst í leikinn. Guðlaugur Þór Þórðarsson telur einsýnt að þeir sem standa að skoðanakönnunum verði að líta í eigin barm. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er gott dæmi um þetta en hann telur fjölmiðla skulda almenningi útskýringar á því hvernig þetta megi vera. Og í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra einsýnt að könnunarfyrirtæki þyrftu að líta í eigin barm. Menn klóra sér margir ákaft í kolli vegna skoðanakannana. Skoðanakannanir klikka enn og aftur Þær voru til umfjöllunar í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og þar sló Máni Pétursson útvarpsmaður því fram að kosningarnar væru meiriháttar áfall fyrir þá sem standa að skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Í viðtali var Friðjón Friðjónsson almannatengill en hann er einn helsti sérfræðingur landsins um kosningar í Bandaríkjunum. Máni sagði að skoðanakannanir hafi klikkað fyrir fjórum árum og nú aftur, menn hafi ekkert lært? Friðjón sagði allan gang á þessu. „Það er ekki hægt að segja að menn hafi algerlega skitið á sig,“ segir sérfræðingurinn við bröttum yfirlýsingum útvarpsmannsins. „Það er vel í lagt. En það eru miklar sveiflur sums staðar. Það er alveg rétt.“ Hulda segir ekki bara um skekkjur að ræða Vísir ræddi við Huldu Þórisdóttur dósent meðal annars um þetta atriði en Hulda er sérfræðingur einmitt um skoðanakannanir. Hún segir þetta hafa verið upp og ofan, vissulega en skekkja í spám sé ekki alls staðar. „Við sjáum að skoðanakannanirnar virðast hafa verið talsvert langt frá í Ohio annars vegar þar sem sigur Trumps var meira afgerandi en að skoðanakannanir og vikmörk þeirra gerðu ráð fyrir, það er rétt utan við það og sömuleiðis sýndu skoðanakannanir miklu öruggara forskot Bidens í Viskonsin þar sem var um 8 prósent en nú er hann með vel innan við 1 prósent forskot. Þannig að þessi tvö fylki eru aftur – og ef sumir kannski muna að þá gerðist þetta líka í Wisconsin árið 2016 að það var stórlegt ofmat á frambjóðanda demókrata heldur en síðan kom í ljós en í öðrum fylkjum, til dæmis í Georgia, þar er spá nánast algjörlega samhljóða því sem við erum að sjá í tölunum. Það er ekki eins og skoðanakannanir innan fylkja séu almennt að skjóta langt frá markinu, það eru þarna nokkur fylki og við erum auðvitað ekki komin með lokaniðurstöður í hinum mikilvægu Michigan og Wisconsin og þaðan af síður Pensylvaniu,“ segir Hulda. Menn skammast sín fyrir að hafa kosið Trump Fyrrnefndur Magnús útskýrði kenningu sína skilmerkilega í ítarlegu viðtali við Frosta Logason. Hans kosningaspá var býsna nærri lagi fyrir fjórum árum en þá tók hann inn í reikninginn skömmina. Þá ekki síður núna. „Íslendingum er ekki vel við Donald Trump. Svo ég orði það bara hreint út. Þeim finnst hann vera hraðlyginn, hann er óheiðarlegur, hann segir stórfurðulega hluti og tekur stórfurðulegar ákvarðanir. En málið er að Bandaríkjamönnum finnst þetta líka að mörgu leyti. Fullt af Bandaríkjamönnum, þó þeir hafi kosið Repúblikanaflokkinn, þeir skammast sín fyrir Trump. Svo er það þannig að þegar þú ferð á kjörstað og kýst utan kjörfundar, þegar þú kemur út og þarna eru ungir krakkar sem eru að taka skoðanakannanir, og þeir reka míkrófón upp í andlitið á þér og spyrja: Hvern kaustu? Og menn skammast sín svo mikið að þeir þora ekki að segja: Ég kaus Trump.“ Pétur les yfir hausamótum þeirra sem eru hissa. Pétur telur fáfræði forsendu furðunnar í þessu tilviki. Að sögn Magnúsar sýndu kannanir að Joe Biden væri með tíu prósentustiga forskot á Trump sem myndi þýða að hann fengi 16 milljónum fleiri atkvæði. Auðvitað gerðist ekkert slíkt og hvarflaði ekki að Magnúsi sem spáði því að Biden myndi hafa þetta en naumlega með 272 kjörmenn en Trump 266. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig fer að lokum. Steinhissa á þeim sem eru hissa Einn er svo sá maður sem furðar sig á því að fólk sé að furða sig á ónákvæmni í spám og hann heitir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur.Hann ritar pistil um þetta atriði á Facebooksíðu sína þar sem hann segir meðal annars: „Þegar maður er hissa á skekkjum í könnunum þýðir það að maður skilur ekki vandamálin sem þeim fylgja yfirleitt og sérstaklega þegar Bandaríkin eiga í hlut.“ Þegar maður er hissa á skekkjum í könnunum þýðir það að maður skilur ekki vandamálin sem þeim fylgja yfirleitt og...Posted by Pétur Tyrfingsson on Miðvikudagur, 4. nóvember 2020 Pétur fer þá yfir það hversu flókið fyrirbæri um ræðir og endar pistil sinn, sem er í hálfgerðum skammartóni eins og Pétri er lagið; hann eiginlega hundskammar þá sem eru forviða, á orðunum: „Ég er steinhissa á því að fólk skuli vera hissa á þessum skekkjum í skoðanakönnunum. En kannski þurfum við ekkert að vera hisssa á því að fólk sé hissa þegar tekið er tillit til landlægrar óskhyggju í mainstream fjölmiðlum þar sem hver mannvitsbrekkan af annarri talaði sig uppí að Trump tapaði – rétt eins og 2016.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skoðanakannanir Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira