Gunnhildur Yrsa: Búnar að spila saman í allt sumar og það gleymist ekki á einum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 18:31 Gunnhildur Yrsa átti flottan leik á miðju Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00