Sigurganga Chelsea heldur áfram en PSG í vandræðum | Messi og Håland skoruðu en Ronaldo ekki Anton Ingi Leifsson skrifar 4. nóvember 2020 21:50 Messi, Pjanic og De Jong fagna vítaspyrnumarki Messi í kvöld. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Chelsea er á fleygiferð í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leikina í E-riðlinum en liðið vann 3-0 sigur á Rennes í kvöld. Sevilla vann magnaðan endurkomusigur 3-2 á Krasnodar í sama riðli. Timo Werner skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á tíundu mínútu og aftur fengu þeir ensku vítaspyrnu á 41. mínútu. Sú vítaspyrna var umdeild en Dalbert, varnarmaður Rennes, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í aðdraganda vítaspyrnunnar. 6/10 - Timo Werner has scored six of his 10 UEFA Champions League goals from the penalty spot; this is the most penalties scored for any player's first 10 goals in the competition, overtaking Arturo Vidal (five). Spotted. pic.twitter.com/S1UGZoZgpC— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 After fór Werner á punktinn og skoraði. Þriðja markið skoraði Tammy Abraham á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og innsiglaði sigur Chelsea sem hefur enn ekki fengið á sig mark með Edouard Mendy í Meistaradeildarmarkinu. Krasnodar komst í 0-2 með mörkum frá Magomed-Shapi Suleymanov og Marcus Berg en Ivan Rakitic minnkaði muninn fyrir hlé. Ekki skánaði ástandið fyrir Sevilla sem fékk rautt spjald á 45. mínútu, nánar tiltekið Jesus Navas. Einum færri jöfnuðu þeir þó á 69. mínútu með marki Youssef En-Nesyri og þeir tryggðu sér svo sigurinn með öðru marki Youssef á 72. mínútu. Chelsea og Sevilla eru með sjö stig á toppi E-riðils en Krasnodar og Rennes eru með sitt hvort stigið. What a turnaround!From 2-0 and a man down, Sevilla are now 3-2 up on Krasnodar. https://t.co/UV5SfdeOQE #UCL pic.twitter.com/i3YQe99pwx— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 Í F-riðlinum rúllaði Borussia Dortmund yfir Club Brugge, 0-3, er liðin mættust í Belgíu. Thorgan Hazard kom Dortmund yfir og Erling Braut Håland bætti svo við tveimur mörkum fyrir hlé. Magnaður í Meistaradeildinni Norðmaðurinn. Dortmund er með stig, Lazio fimm, Brugge fjögur og Zenit eitt í F-riðlinum en Lazio og Zenit gerðu 1-1 jafntefli í Rússlandi fyrr í dag. Erling Haaland has now scored as many Champions League goals as Adriano and Ronaldo (14).Matching some Brazilian powerhouses. pic.twitter.com/8UejGgQhOZ— Squawka Football (@Squawka) November 4, 2020 Barcelona og Juventus eru að stinga af í G-riðlinum. Barcelona vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Lionel Messi og Gerard Pique. Alvaro Morata skoraði tvö, Paulo Dybala eitt og eitt sjálfsmark leit dagsins ljós í 4-1 sigri Juventus á Ferencvaros. Barcelona er með níu stig á toppi riðilsins. Juventus fylgir þeim fast á eftir og eru með sex stig í öðru sætinu en Dynamo Kiev og Ferencvaros eru í þriðja og fjórða sætinu með eitt stig. Ansu Fati's game by numbers vs. Dynamo Kyiv:93% pass accuracy61 touches16 touches in the opp box (!)5 shots3 shots on target3 chances created1 assistEnjoying life in the #UCL pic.twitter.com/16jA90hMlq— Squawka Football (@Squawka) November 4, 2020 Leipzig vann endurkomusigur á PSG á heimavelli. Angel Di Maria kom PSG yfir en hann brenndi einnig af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Christopher Nkunku jafnaði metin fyrir hlé og sigurmarkið skoraði Emil Forseberg á 57. mínútu úr vítaspyrnu fyrir þá þýsku. Það er því mikið jafnræði enn í H-riðlinum. Man. United og Leipzig eru með sex stig en PSG og Istanbul eru með þrjú stig eftir sigur Tyrkjanna á United fyrr í dag. Öll úrslit kvöldsins: E-riðill: Chelsea - Rennes 3-0 Sevilla - Krasnodar 3-2 F-riðill: Zenit - Lazio 1-1 Club Brugge - Dortmund 0-3 G-riðill: Barcelona - Dynamo Kiev 2-1 Ferencvaros - Juventus 1-4 H-riðill: Instabul Basaksehir - Man. United 2-1 Leipzig - PSG 2-1 Meistaradeild Evrópu
Chelsea er á fleygiferð í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leikina í E-riðlinum en liðið vann 3-0 sigur á Rennes í kvöld. Sevilla vann magnaðan endurkomusigur 3-2 á Krasnodar í sama riðli. Timo Werner skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á tíundu mínútu og aftur fengu þeir ensku vítaspyrnu á 41. mínútu. Sú vítaspyrna var umdeild en Dalbert, varnarmaður Rennes, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í aðdraganda vítaspyrnunnar. 6/10 - Timo Werner has scored six of his 10 UEFA Champions League goals from the penalty spot; this is the most penalties scored for any player's first 10 goals in the competition, overtaking Arturo Vidal (five). Spotted. pic.twitter.com/S1UGZoZgpC— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 After fór Werner á punktinn og skoraði. Þriðja markið skoraði Tammy Abraham á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og innsiglaði sigur Chelsea sem hefur enn ekki fengið á sig mark með Edouard Mendy í Meistaradeildarmarkinu. Krasnodar komst í 0-2 með mörkum frá Magomed-Shapi Suleymanov og Marcus Berg en Ivan Rakitic minnkaði muninn fyrir hlé. Ekki skánaði ástandið fyrir Sevilla sem fékk rautt spjald á 45. mínútu, nánar tiltekið Jesus Navas. Einum færri jöfnuðu þeir þó á 69. mínútu með marki Youssef En-Nesyri og þeir tryggðu sér svo sigurinn með öðru marki Youssef á 72. mínútu. Chelsea og Sevilla eru með sjö stig á toppi E-riðils en Krasnodar og Rennes eru með sitt hvort stigið. What a turnaround!From 2-0 and a man down, Sevilla are now 3-2 up on Krasnodar. https://t.co/UV5SfdeOQE #UCL pic.twitter.com/i3YQe99pwx— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2020 Í F-riðlinum rúllaði Borussia Dortmund yfir Club Brugge, 0-3, er liðin mættust í Belgíu. Thorgan Hazard kom Dortmund yfir og Erling Braut Håland bætti svo við tveimur mörkum fyrir hlé. Magnaður í Meistaradeildinni Norðmaðurinn. Dortmund er með stig, Lazio fimm, Brugge fjögur og Zenit eitt í F-riðlinum en Lazio og Zenit gerðu 1-1 jafntefli í Rússlandi fyrr í dag. Erling Haaland has now scored as many Champions League goals as Adriano and Ronaldo (14).Matching some Brazilian powerhouses. pic.twitter.com/8UejGgQhOZ— Squawka Football (@Squawka) November 4, 2020 Barcelona og Juventus eru að stinga af í G-riðlinum. Barcelona vann 2-1 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Lionel Messi og Gerard Pique. Alvaro Morata skoraði tvö, Paulo Dybala eitt og eitt sjálfsmark leit dagsins ljós í 4-1 sigri Juventus á Ferencvaros. Barcelona er með níu stig á toppi riðilsins. Juventus fylgir þeim fast á eftir og eru með sex stig í öðru sætinu en Dynamo Kiev og Ferencvaros eru í þriðja og fjórða sætinu með eitt stig. Ansu Fati's game by numbers vs. Dynamo Kyiv:93% pass accuracy61 touches16 touches in the opp box (!)5 shots3 shots on target3 chances created1 assistEnjoying life in the #UCL pic.twitter.com/16jA90hMlq— Squawka Football (@Squawka) November 4, 2020 Leipzig vann endurkomusigur á PSG á heimavelli. Angel Di Maria kom PSG yfir en hann brenndi einnig af vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Christopher Nkunku jafnaði metin fyrir hlé og sigurmarkið skoraði Emil Forseberg á 57. mínútu úr vítaspyrnu fyrir þá þýsku. Það er því mikið jafnræði enn í H-riðlinum. Man. United og Leipzig eru með sex stig en PSG og Istanbul eru með þrjú stig eftir sigur Tyrkjanna á United fyrr í dag. Öll úrslit kvöldsins: E-riðill: Chelsea - Rennes 3-0 Sevilla - Krasnodar 3-2 F-riðill: Zenit - Lazio 1-1 Club Brugge - Dortmund 0-3 G-riðill: Barcelona - Dynamo Kiev 2-1 Ferencvaros - Juventus 1-4 H-riðill: Instabul Basaksehir - Man. United 2-1 Leipzig - PSG 2-1
Öll úrslit kvöldsins: E-riðill: Chelsea - Rennes 3-0 Sevilla - Krasnodar 3-2 F-riðill: Zenit - Lazio 1-1 Club Brugge - Dortmund 0-3 G-riðill: Barcelona - Dynamo Kiev 2-1 Ferencvaros - Juventus 1-4 H-riðill: Instabul Basaksehir - Man. United 2-1 Leipzig - PSG 2-1
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti