Hroðalegur varnarleikur kostaði United sigurinn í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 4. nóvember 2020 19:46 Demba Ba skorar fyrsta markið í kvöld. Salih Zeki Fazlioglu/Anadolu Agency Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í H-riðli Meistaradeildar Evrópu er þeir ensku töpuðu 2-1 fyrir Instanbul Basaksehir á útivelli í kvöld. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði United. Dean Henderson fékk m.a. tækifæri í markinu og á miðjunni mátti finna Juan Mata og Donny van de Beek. Confirmation of tonight's starting XI... @DeanHenderson and Axel start @Donny_Beek6 comes in for @Fred08Oficial @AnthonyMartial leads the line#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 4, 2020 Demba Ba kom Tyrkjunum yfir á 13. mínútu. Eftir langa sendingu fram völlinn slapp Demba Ba einn í gegn frá miðjunni þar sem hann stóð aleinn og yfirgefinn. Nemanja Matic reyndi að ná Ba sem kláraði færið vel. Staðan varð 2-0 á 40. mínútu. Deniz Turuc hirti boltann af Juan Mata og kom boltanum fyrir markið þar sem Edin Visca þrumaði boltanum framhjá Dean Henderson. Erfið staða United. Þeir klóruðu þó í bakkann strax þremur mínútum síðar er Anthony Martial skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Luke Shaw. Staðan 2-1 í hálfleik. 35y 163d - Demba Ba is the second oldest African player to score a Champions League goal, behind only Didier Drogba, who was 36 years and 259 days old when he scored his final goal in November 2014. Unmarked. pic.twitter.com/mxyca6GMNZ— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Gestirnir frá Englandi reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-1 sigur Tyrkjanna. United er með sex stig og PSG, Leipzig og Istanbul þrjú. PSG og Leipzig mætast í kvöld. Zenit og Lazio gerðu svo 1-1 jafntefli í F-riðlinum. Aleksandr Yerokhin kom Zenit yfir á 32. mínútu en Felipe Caicedo jafnaði fyrir Lazio á 82. mínútu. Lazio er með fimm stig, Club Bruge fjögur, Dortmund þrjú og Zenit eitt. Meistaradeild Evrópu
Manchester United tapaði sínum fyrsta leik í H-riðli Meistaradeildar Evrópu er þeir ensku töpuðu 2-1 fyrir Instanbul Basaksehir á útivelli í kvöld. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði United. Dean Henderson fékk m.a. tækifæri í markinu og á miðjunni mátti finna Juan Mata og Donny van de Beek. Confirmation of tonight's starting XI... @DeanHenderson and Axel start @Donny_Beek6 comes in for @Fred08Oficial @AnthonyMartial leads the line#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 4, 2020 Demba Ba kom Tyrkjunum yfir á 13. mínútu. Eftir langa sendingu fram völlinn slapp Demba Ba einn í gegn frá miðjunni þar sem hann stóð aleinn og yfirgefinn. Nemanja Matic reyndi að ná Ba sem kláraði færið vel. Staðan varð 2-0 á 40. mínútu. Deniz Turuc hirti boltann af Juan Mata og kom boltanum fyrir markið þar sem Edin Visca þrumaði boltanum framhjá Dean Henderson. Erfið staða United. Þeir klóruðu þó í bakkann strax þremur mínútum síðar er Anthony Martial skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Luke Shaw. Staðan 2-1 í hálfleik. 35y 163d - Demba Ba is the second oldest African player to score a Champions League goal, behind only Didier Drogba, who was 36 years and 259 days old when he scored his final goal in November 2014. Unmarked. pic.twitter.com/mxyca6GMNZ— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Gestirnir frá Englandi reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-1 sigur Tyrkjanna. United er með sex stig og PSG, Leipzig og Istanbul þrjú. PSG og Leipzig mætast í kvöld. Zenit og Lazio gerðu svo 1-1 jafntefli í F-riðlinum. Aleksandr Yerokhin kom Zenit yfir á 32. mínútu en Felipe Caicedo jafnaði fyrir Lazio á 82. mínútu. Lazio er með fimm stig, Club Bruge fjögur, Dortmund þrjú og Zenit eitt.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti