Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:46 Hjónin Elma Stefanía og Mikael búa steinsnar frá vettvangi hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau héldu sig innandyra líkt og yfirvöld höfðu sagt fólki að gera og fylgdust með fréttum. Vísir Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“. Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“.
Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24
Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35