Fótbolti

Ellefu leik­menn Ajax með kórónu­veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Ajax og Liverpool í 1. umferð riðlakeppninnar.
Úr leik Ajax og Liverpool í 1. umferð riðlakeppninnar. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Einungis sautján leikmenn verða í leikmannahópi Ajax er liðið mætir Midtjylland í Meistaradeild Evrópu á morgun en kórónuveiran hefur haft áhrif á val leikmannahópsins.

Ellefu leikmenn hafa smitast með kórónuveiruna en þetta staðfestir Reuters. Ekki hefur Ajax staðfest þetta með smitin eða skrifað hverjir eru smitaðir.

Því eru einungis sautján leikmenn í leikmannahópnum á morgun en Dusan Tadic, Davy Klaassen og Andre Onana eru á meðal þeirra sem verða ekki með annað kvöld.

Það er einungis einn markvörður í hópnum en það er hinn tvítugi Kjell Scherpen sem hefur ekki enn leikið fyrir Ajax. Fyrsti leikur hans kemur þá annað kvöld er liðið mætir Midtjylland í Herning.

Ajax er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en þeir náðu í stig gegn Atalanta á Ítalíu í síðustu umferð. Danska liðið, með Mikael Anderson innanborðs, er án stiga eftir tap gegn Atalanta og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×