Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2020 12:12 Þingmenn hafa ákveðið að framlög til flokka sinna verði á næsta ári 728 milljónir króna. visir/vilhelm Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira