Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:01 Albert Gudmundsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Waalwijk og markvörðurinn Kostas Lamprou er ekki sáttur. Lamprou gjörsamlega brjálaðist síðan við seinna markið. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54