Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 21:26 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Markmiðið er að röskun verði sem minnst í skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar. Reglugerðin tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um ræðir opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin tekur einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Hér að neðan má sjá helstu atriði reglugerðarinnar: Leikskólar Ekki skulu vera fleiri en 50 leikskólabörn í hverju rými. Leikskólabörn eru undanþegin 2 metra nálægðartakmörkun. Starfsfólk skal halda 2 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og sé það ekki hægt skal starfsfólk nota andlitsgrímur. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt, jafnt innan og utan leikskóla. Grunnskólar Fyrsta skólastig, þ.e. 1.–4. bekkur: Nemendur eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í sama rými. Sömu reglur gilda um frístundaheimili fyrir nemendur í 1.–4. bekk. 5.–10. bekkur: Nemendur mega að hámarki vera 25 í hverju rými. Um þá gilda 2 metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Starfsfólk skal jafnframt halda 2 metra regluna og nota grímu sé það ekki mögulegt. Starfsfólk grunnskóla: Ekki skulu vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum er heimilt að fara á milli hópa. Starfsmenn skulu virða 2 metra regluna sín á milli og gagnvart nemendum í5.–10. bekk. Sé það ekki hægt skulu þeir bera grímur. Fjöldamörk og blöndun hópa: Halda skal sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti grímu. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er óheimilt. Fyrsta námsár á framhaldsskólastigi Í skylduáföngum á framhaldsskólastigi sem teknir eru á fyrsta námsári er heimilt að hafa allt að 25 einstaklinga í rými, að því gefnu að hægt sé að halda 2 metra nálægðartakmörkum. Framhaldsskólastig, háskólar og tónlistarskólar Almennt gildir regla um 10 manna fjöldatakmörk, 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda í háskólum og tónlistarskólum og einnig á framhaldsskólastigi, að undanskildum áföngum á fyrsta námsári. Blöndun nemenda milli hópa í kennslu er ekki heimil, en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur. Heimilt er að halda úti verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi með sömu fjöldatakmörkun þótt ekki sé hægt að framfylgja 2 metra nálægðarmörkun en nemendum og kennurum er þá skylt að nota andlitsgrímur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19 Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Markmiðið er að röskun verði sem minnst í skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar. Reglugerðin tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um ræðir opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin tekur einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Hér að neðan má sjá helstu atriði reglugerðarinnar: Leikskólar Ekki skulu vera fleiri en 50 leikskólabörn í hverju rými. Leikskólabörn eru undanþegin 2 metra nálægðartakmörkun. Starfsfólk skal halda 2 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og sé það ekki hægt skal starfsfólk nota andlitsgrímur. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt, jafnt innan og utan leikskóla. Grunnskólar Fyrsta skólastig, þ.e. 1.–4. bekkur: Nemendur eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í sama rými. Sömu reglur gilda um frístundaheimili fyrir nemendur í 1.–4. bekk. 5.–10. bekkur: Nemendur mega að hámarki vera 25 í hverju rými. Um þá gilda 2 metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Starfsfólk skal jafnframt halda 2 metra regluna og nota grímu sé það ekki mögulegt. Starfsfólk grunnskóla: Ekki skulu vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum er heimilt að fara á milli hópa. Starfsmenn skulu virða 2 metra regluna sín á milli og gagnvart nemendum í5.–10. bekk. Sé það ekki hægt skulu þeir bera grímur. Fjöldamörk og blöndun hópa: Halda skal sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti grímu. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er óheimilt. Fyrsta námsár á framhaldsskólastigi Í skylduáföngum á framhaldsskólastigi sem teknir eru á fyrsta námsári er heimilt að hafa allt að 25 einstaklinga í rými, að því gefnu að hægt sé að halda 2 metra nálægðartakmörkum. Framhaldsskólastig, háskólar og tónlistarskólar Almennt gildir regla um 10 manna fjöldatakmörk, 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda í háskólum og tónlistarskólum og einnig á framhaldsskólastigi, að undanskildum áföngum á fyrsta námsári. Blöndun nemenda milli hópa í kennslu er ekki heimil, en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur. Heimilt er að halda úti verklegri kennslu, listkennslu og klínísku námi með sömu fjöldatakmörkun þótt ekki sé hægt að framfylgja 2 metra nálægðarmörkun en nemendum og kennurum er þá skylt að nota andlitsgrímur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19 Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19
Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24