Fótbolti

Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Brönd­by tapar og tapar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert skoraði tvö mörk í kvöld er AZ vann loks leik í deildinni.
Albert skoraði tvö mörk í kvöld er AZ vann loks leik í deildinni. ANP Sport/Getty Images

Landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð.

Albert Guðmundsson er sjóðandi heitur þessa dagana en hann gerði tvö mörk er AZ Alkmaar góðan 4-1 sigur í Evrópudeildinni á fimmtudaginn var. Hann var því eðlilega í byrjunarliði liðsins er Waalwijk kom í heimsókn í kvöld.

Calvin Stengs kom AZ yfir strax á 5. mínútu leiks og var það eina mark fyrri hálfleiksins. Teun Koopmeiners fékk svo tækifæri til að koma Alkmaar í 2-0 á 68. mínútu en vítaspyrna hans var þá varin.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Albert fyrra mark sitt og kom AZ í 2-0. Hann var svo aftur á ferðinni undir lok leiks og gulltryggði 3-0 sigur heimamanna. Var þetta fyrsti sigur liðsins í deildinni á tímabilinu en fyrir leik kvöldsins hafði það gert jafntefli í öllum fimm leikjum sínum.

Albert og liðsfélagar hans eru sem stendur í 9. sæti með átta stig að loknum sex leikjum. Þeir eiga leik til góða á flest liðin fyrir ofan sig en kæmust aðeins upp um eitt sæti með sigri þar.

Þá var Hjörtur Hermannsson í byrjunarliði Bröndby sem tapaði sínum þriðja leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni. Varnarmanninum var kippt af velli þegar Bröndby setti allt í sóknina undir lok leiks en það dugði ekki til. Lokatölur 2-1 Álaborg í vil.

Bröndby er með tólf stig að loknum sjö umferðum.


Tengdar fréttir

Viðar Ari á skotskónum, Alfons og Ingibjörg á toppnum

Það var nóg um að vera í norska botlanum í dag. Viðar Ari Jónsson var á skotskónum, Hólmar Örn Eyjólfsson hélt hreinu. Þá eru Alfons Sampsted og Ingibjörg Sigurðardóttir eru sem fyrr á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×